Fréttir Greiningar

Skýrsla um íslenskan sjávarútveg

22.11.2016 13:00

Greining Íslandsbanka hefur gefið út skýrslu um íslenskan sjávarútveg. Skýrslan hefur verið gefin út reglulega síðan árið 2003. Í skýrslunni er fjallað um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi í alþjóðlegu ljósi en Ísland er nú í 20. sæti á lista yfir stærstu fiskveiðiþjóðir í heimi. Í því sambandi er í skýrslunni sérstaklega fjallað um alþjóðlegan sjávarútveg þar sem við berum m.a. saman fiskveiði og fiskeldi eftir heimsálfum, innan Evrópu og á meðal Norðurlanda. Einnig er í skýslunni fjallað um afkomu í sjávarútvegi, rekstrarskilyrði, veiðar og fiskeldi svo eitthvað sé nefnt.

Kynntu þér skýrsluna og annað kynningarefni henni tengt hér.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall