Fréttir Greiningar

Íslendingar á faraldsfæti sem aldrei fyrr

11.05.2017 09:31

Það bendir allt til þess að árið í ár verði það fjölmennasta ár í sögu landsins í utanlandsferðum Íslendinga. Tölur aprílmánaðar um brottfarir gesta um Keflavíkurflugvöll (KEF) lágu fyrir hjá Ferðamálastofu Íslands í gær og var mánuðurinn sá næstfjölmennasti í sögunni í brottförum Íslendinga. Þannig fóru alls 62,2 þús. Íslendingar erlendis í mánuðinum, og hefur þessi tala aðeins einu sinni áður stigið hærra sem var í júní í fyrra (67,1 þús.) þegar landinn flykktist út á EM í knattspyrnu. Þetta er 60% aukning frá sama mánuði í fyrra, en hér gætir eðlilega einnig áhrifa páska þar sem þeir voru í apríl í ár en í mars í fyrra. 

 

Það sem af er ári eru brottfarir Íslendinga komnar upp í 175,5 þús. talsins, sem er 27% aukning frá sama tímabili í fyrra. Hafa brottfarir Íslendinga aldrei verið fleiri á fyrstu 4 mánuðum ársins en í ár, og sem hlutfall af mannfjölda er það komið upp í 52%.

Ekkert lát á fjölgun erlendra ferðamanna

Alls fóru 153,5 þús. erlendir ferðamenn frá landinu um KEF í apríl sl. Er hér um að ræða fjölgun upp á 58,7 þús. ferðamenn á milli ára, eða sem nemur 62%. Líkt og undanfarið munar hér mestu um fjölgun á ferðamönnum frá Bandaríkjunum, sem voru 40,4 þús. talsins í apríl og tvöfalt fleiri en þeir voru í apríl í fyrra. Er fjöldi erlendra ferðamanna nú kominn upp í 605,7 þús. talsins, sem er fjölgun upp á 56% frá sama tímabili í fyrra. 

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall