Íbúðamarkaðurinn í uppsveiflu

Íbúðamarkaðurinn hefur verið á mikilli siglingu undanfarin misseri. Skilvirkur íbúðamarkaður er mikið hagsmunamál fyrir heimilin á landinu öllu sem og fyrir hagkerfið í heild sinni. Í þessu ljósi gefur Greining Íslandsbanka nú út ítarlega skýrslu um íslenska íbúðamarkaðinn.

En er innistæða fyrir þessum verðhækkunum og hvaða undirliggjandi þættir valda því að húsnæðisverð hækkar? Mikilvægt er að leggja reglulega fram gagnrýnar spurningar um það hvort aðstæður á markaði byggi á sterkum undirliggjandi efnahagslegum rökum eða hvort um bólumyndun sé að ræða. Í skýrslu þessari er einmitt leitast við að svara þessum sem öðrum áleitnum spurningum um íbúðamarkaðinn.

Það er von okkar hjá Íslandsbanka að þær upplýsingar sem koma fram í skýrslunni hjálpi ekki síst einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í sínum fasteignaviðskiptum.

 

Upptaka frá fundi

Miðvikudaginn 28. október var haldinn kynningarfundur um skýrsluna í Hofi, Akureyri.

Ingólfur Bender

Forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka 

Hvert er íbúðaverð að fara?

Elvar Orri Hreinsson

Sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka

Verð og verðþróun eftir landssvæðum

Finnur Bogi Hannesson

Vörustjóri húsnæðislána

Aukin fjölbreytni í fjármögnun íbúða


Áhugaverðar staðreyndir úr skýrslunni

Helstu niðurstöður:

  • Við spáum íbúðaverð muni hækka um 8,1% á þessu ári, 7,9% á næsta ári og um 7,5% á árinu 2017. Að raunvirði nemur hækkunin 6,3% á þessu ári, 5,1% á næsta ári og 3,8% á árinu 2017.
  • Íbúðaverð hefur hækkað mest á höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörðum frá árinu 2010 eða um 40,2% og 36,5%. Á Suðurnesjum hefur íbúðaverð hækkað minnst frá árinu 2010 eða um 4,5%.
  • Skuldir heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hafa lækkað úr 256% í 184% frá árinu 2010 og þar til í júní síðastliðinn. Er þetta hlutfall lægra en í Noregi, Hollandi og í Danmörk og svipað og í Svíþjóð svo að dæmi séu tekin. Léttari skuldabyrgði er hvati fyrir íbúðamarkaðinn. 
  • Dýrustu fjölbýlin eru í 101 Reykjavík og kostaði fermetrinn þar um 421 þús. kr. að meðaltali fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2015 og hefur fermetrinn á þessu svæði hækkað mest allra svæða á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2010 eða um rúm 62%. Næst dýrasta hverfið er svo póstnúmer 107 en þar er fermetraverðið um 363 þús. kr.
  • Fjölbýli eru ódýrust í póstnúmeri 111 þar sem þau seldust að meðaltali á rúmar 262 þús. kr. á árinu 2015. Fermetrinn er svo næst ódýrastur í póstnúmeri 109 á um 266 þús. kr. Þessi tvö hverfi eru engu að síður á meðal þriggja hverfa þar sem fjölbýli hafa hækkað mest á árinu 2015.
  • Meðalaldur íslendinga hefur hækkað, dregið hefur úr fæðingartíðni og hlutfall einhleypra hefur einnig aukist. Ætti þessi þróun að öllu öðru óbreyttu að benda til þess að þörf á minni íbúðum sé nú hlutfallslega meiri en áður.
  • Frá árinu 2009 hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið að aukast og fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2015 voru tæplega 23% kaupsamninga fyrstu kaup, sem er um 15 prósentustigum hærra en meðaltalið á árinu 2009. Hangir þetta saman við batnandi eiginfjárstöðu en allir aldurshópar á voru á árinu 2014, í fyrsta skiptið eftir hrun, með jákvætt eigið fé að meðaltali á mann.

Skýrsla um íslenska íbúðamarkaðinn

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall