Morgunkorn Íslandsbanka

Íslenskur íbúðamarkaður – skýrsla Greiningar

18.10.2016

Greining Íslandsbanka hefur tekið saman viðamikla skýrslu um íbúðamarkaðinn hér á landi. Í skýrslunni er m.a. farið yfir að hverju þarf að huga við íbúðakaup, hvort eigi að kaupa eða leigja, hvaða þættir hafa áhrif á íbúðaverð og hvernig íbúðaverð hefur verið að þróast. 

Í skýrslunni kemur m.a. fram að við spáum því að uppsveiflan á íbúðamarkaðinum muni halda áfram á næstu misserum samhliða uppsveiflu í efnahagslífinu almennt. Mikil aukning í kaupmætti launa, fjölgun starfandi, innflutningur á vinnuafli, fjölgun ferðamanna og skortur á nýbyggingum eru meðal þeirra þátta sem þrýsta verði á íbúðarhúsnæði upp.  Spáum við því að verð íbúðarhúsnæðis, sem hefur verið að hækka hratt undanfarið, muni halda áfram að hækka hratt á næstu misserum. Einnig reiknum við með talsverðum vexti í fjárfestingum í íbúðarhúsnæði m.a. vegna þess að verð á íbúðarhúsnæði hefur undanfarið verið að hækka umfram byggingarkostnað. 

Íslenskur íbúðamarkaður 

Upptöku af fundi Íslandsbanka þar sem efni skýrslunnar var kynnt má horfa á hér. Einnig má nálgast hér glærur sem notaðar voru í kynningunum ásamt fleirra efni tengt skýrslunni.  

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall