Morgunkorn Íslandsbanka

Ferðamönnum mun fjölga verulega þrátt fyrir verkföll

10.06.2014

nullAlls fóru 66,7 þús. erlendir ferðamenn frá landinu um Keflavíkurflugvöll (KEF) í maímánuði sem svarar til 24,4% fjölgunar milli ára. Miðað við tölur Isavia yfir úthlutuð stæði á KEF hefði hins vegar mátt búast við 31% fjölgun. Leiða má líkum að því að mismunurinn þarna á milli megi að mestu rekja til fækkunar ferða Icelandair samhliða verkfalli flugmanna. Þrátt fyrir þetta teljum við ekki ástæðu til að breyta spá okkar um fjölda erlendra ferðamanna til landsins að svo stöddu og gerum því sem fyrr ráð fyrir að þeir verði í það minnsta um 20% fleiri í ár en í fyrra.

Enn óvissa vegna kjarasamningar

Forsendur þessarar spár kunna þó að bresta verði af frekari verkföllum innan flugstéttarinnar á árinu. Flugvirkjar hafa boðað verkfall í sólahring frá í kl. 06:00 þann 16. júní og ótímabundið verkfall frá 19. júní. Flugmenn sömdu svo aftur aðeins til 30.september á þessu ári og þurfa því að semja aftur innan ársins.

Staða Icelandair ekki eftirsóknarverð

Staða Icelandair þegar kemur að kjarasamningsviðræðum er ekki eftirsóknarverð. Bróðurhluti launakostnaðar félagsins er í íslenskum krónum en staðið hefur á tekjuvexti í myntinni enda hefur verið hægur vöxtur í utanförum Íslendinga síðustu ár. Á sama tíma hefur krónan verið að styrkjast og hefur hún t.a.m. ekki verið sterkari á fyrstu fimm mánuðum ársins frá því fyrir hrun. Saman leiðir þetta að öðru óbreyttu til þess að hlutfall launakostnaðar í útgjöldum félagsins eykst.

Samkeppni um flug til landsins hefur aukist verulega, en hækkun launakostnaðar bætir eðlilega ekki samkeppnisstöðu félagsins. Ef við skoðum tölur úr Bloomberg yfir launakostnað í hlutfalli af sölu þá liggur hlutfall Icelandair næsthæst vestur evrópskra flugfélaga.

Af þeim félögum sem finna má í þessari teikningu fljúga í það minnsta sjö til landsins. Samkvæmt stæðatölum Isavia munu 421 vél frá Easyjet koma til landsins, 210 frá Norwegian, 223 frá SAS og 204 frá AirBerlin svo eitthvað sé talið. Samkeppnisstaða Icelandair er þó enn sterk en alls munu 6.550 vélar frá þeim koma til landsins. Félagið hefur því talsvert sterka markaðshlutdeild í flugi um Ísland. Sú stefna er félagið virðist hafa markað sér þegar kemur að vali á flugleiðum ætti enn fremur að auðvelda félaginu eitthvað að fleyta hækkunum út í verðlag. Það liggur hins vegar alveg fyrir að því eru takmörk sett hversu miklar hækkanirnar geta orðið áður samkeppnisstaða félagsins veikist.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall