Morgunkorn Íslandsbanka

Nýtt viðmót Greiningar Íslandsbanka

01.12.2017

Greining Íslandsbanka hefur tekið í notkun nýtt viðmót fyrir dreifingu á greiningarefni, sem ætlað er að gera þjónustu við lesendur efnis Greiningar betri og markvissari. 

Í stað Morgunkorns koma tvenns konar póstsendingar:

  • Korn er arftaki Morgunkorns. Í Korni verða birtar spár Greiningar og annað útgefið efni, ásamt veigameiri greiningum á efnahagslegum tíðindum og þróun helstu hagvísa.
  • Moli er ný útgáfa sem ætlað er að svara kalli tímans um stuttar, tímanlegar og hnitmiðaðar greiningar á efnahagslífinu. 

Morgunkorn mun fyrst um sinn bæði verða sent út eftir hinni hefðbundnu dreifileið og í nýja viðmótinu. Molar verða hins vegar eingöngu sendir út í hinu nýja viðmóti.

Við viljum biðja þig, lesandi góður, að skrá þig á póstlistann okkar með því að smella hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall