Morgunkorn Íslandsbanka

Þjóðhagsspá: Hófleg uppsveifla heldur áfram

26.05.2015

Greining Íslandsbanka hefur birt nýja þjóðhagsspá.  Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði hóflegur á næstu tveimur árum. 
 
• Við spáum 4,0% hagvexti í ár, 3,7% á næsta ári og 2,4% á árinu 2017.

• Við spáum 4,0% hagvexti í ár, 3,7% á næsta ári og 2,4% á árinu 2017.

• Við reiknum með því að hagur heimilanna haldi áfram að vænkast á næstu misserum með auknum kaupmætti launa og ráðstöfunartekna, minna atvinnuleysi, hækkun eignaverðs og lækkun skulda.

• Við spáum því að einkaneysla aukist um 4,6% í ár, 4,2% á næsta ári og 2,7% á árinu 2017.

• Við spáum því að fjárfestingar heimilanna í íbúðarhúsnæði, sem hafa verið fremur litlar síðustu árin, vaxi hratt á spátímabilinu eða um 18,5% í ár, 16,3% á næsta ári og 11,0% á árinu 2017.

• Við spáum því að nokkuð dragi úr þeim hraða hækkunartakti sem hefur verið í íbúðaverði undanfarið. Reiknum við með 7,0% raunverðshækkun íbúðarhúsnæðis á þessu ári, 3,4% á næsta ári og 1,9% á árinu 2017.

• Efnahagsumhverfi fyrirtækja hefur batnað miðað við marga mælikvarða undanfarin ár, m.a. með aukinni innlendri sem erlendri eftirspurn og bættum viðskiptakjörum. Reiknum við með því að umhverfi þeirra muni halda áfram að styrkjast á spátímabilinu.

• Við spáum því að fjárfestingar atvinnuveganna muni aukast á næstunni, m.a. vegna uppbyggingar orkufreks iðnaðar og tengdra orkumannvirkja, en einnig vegna fjárfestinga í ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Spáum við 16,9% vexti í ár, 18,8% vexti árið 2015 en einungis 1,7% vexti árið 2017.

• Horfur eru á dágóðum vexti útflutnings vöru og þjónustu á spátímabilinu m.a. vegna vaxtar í ferðaþjónustu og útflutningi sjávarafurða. Spáum við 4,7% vexti í ár, 3,4% á næsta ári og 3,5% árið 2017.

• Þrátt fyrir allgóðan vöxt útflutnings í spá okkar gerum við ráð fyrir hraðari vexti innflutnings á tímabilinu, og verður framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar því neikvætt á spátímanum. Við spáum 8,1% vexti í innflutningi á yfirstandandi ári, 7,6% vexti á því næsta og 3,7% vexti árið 2017.

• Í ár gerum við ráð fyrir að afgangur vöru- og þjónustuviðskipta muni verða 8,3% af VLF, eða sem nemur u.þ.b. 175 mö. kr. Á næsta ári spáum við að hlutfallið verði 5,4%, og 4,8% árið 2017.Undirliggjandi viðskiptaafgangur mun að sama skapi minnka á spátímanum.

• Við spáum því að gengi krónunnar verði stöðugt á spátímabilinu en að flökt gengisins muni aukast samhliða þeim skrefum sem hugsanlega verði tekin á tímabilinu í afnámi fjármagnshafta.

• Við spáum því að raungengi krónunnar muni hækka á spátímabilinu vegna mikillar innlendrar kostnaðarverðshækkunar og aukinnar innlendrar verðbólgu.

• Við spáum því að sú hagfellda verðbólguþróun sem verið hefur hér undanfarið taki enda á næstunni og verðbólgan færist talsvert í aukana á næstu ársfjórðungum. Spáum við því að verðbólga verði að jafnaði 1,9% á yfirstandandi ári, 3,6% á árinu 2016 og 3,7% á árinu 2017.

• Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabankans bregðist við versnandi verðbólguhorfum, miklum launahækkunum og aukinni spennu í hagkerfinu með hækkun stýrivaxta bankans um 1 prósentustig fyrir lok þessa árs, um annað prósentustig á næsta ári og um 0,5 prósentur á árinu 2017.

Þjóðhagsspá Greiningar sumar 2015 - Skýrsla

Þjóðhagsspá Greiningar sumar 2015 - Glærur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall