Morgunkorn Íslandsbanka

5,5% lækkun hlutabréfaverðs frá áramótum miðað við K-90

28.03.2014

nullÓhætt er að segja að sá tími sem liðinn er af árinu 2014 hafi ekki verið mjög gefandi fyrir eigendur hlutabréfa.

Hlutabréfa-verð þeirra níu félaga sem virkasta verðmyndun hafa á innlendum hlutabréfamarkaði hefur frá áramótum í flestum tilfellum. lækkað. Undantekningarnar eru Reginn, Hagar og Vodafone.  

Lækkunin er mismikil eftir félögum og í þeim tilfellum sem arðgreiðsla hefur farið fram þarf eðlilega að horfa til gengisbreytingarinnar með það í huga.

Frá áramótum hefur K-90 vísitala okkar gefið eftir um 5,5% eða um 9,13 stig. Gengisþróun hlutabréfa tveggja félaga skýrir þá lækkun að mestu, Marel með áhrif til lækkunar upp á rúmlega 9 stig og Eimskip sem veldur um 2,4 stiga lækkun vísitölunnar. Önnur félög hafa minni áhrif á vísitöluna en áhrifin eru ýmist til hækkunar eða lækkunar.

Það sem ræður áhrifum verðbreytinga hvers félags á vísitöluna  er vigt viðkomandi félags í vísitölunnar á hverjum tíma en markaðsverðmæti þeirra á hverjum tíma stjórnar því.  Samsetning vísitölunnar í lok viðskipta þann 26. mars var með þeim hætti að Icelandair var stærst með 25,8% hlut en Marel var skammt á hæla þess félags með 22,2% hlut.  Að viðbættum Högum hafa þrjú stærstu félögin 62,4% af markaðsverðmæti þeirra félaga sem mynduðu vísitöluna í marsmánuði.  

Uppgjör Marel og Eimskips undir væntingum

Lækkun á gengi Marels frá áramótum er ráðandi í lækkun vísitölunnar á tímabilinu.  Félagið kynnti þann 5. febrúar sl. uppgjör sitt fyrir árið 2013.   Það uppgjör olli markaðsaðilum vonbrigðum og var þó búist við mjög þungu uppgjöri.  Lækkun á tekjum milli áranna 2013 og 2012 nam rúmlega 7% og EBITDA hagnaður félagsins dróst saman um rúmlega 19%.  Hagnaður félagsins dróst saman um 42% milli áranna.  Samanburður milli 4. ársfjórðungs 2013 og sama tímabils 2012 sýndi einnig mjög miklar sveiflu í nær öllum mælikvörðum.   
Það var birting uppgjörsins sem og mjög litlar líkur á breytingu til hins betra í rekstri félagsins er horft er til skamms tíma sem að okkar mati stuðluðu að lækkun gengis bréfanna.   Til viðbótar ofangreindu þá jókst óróleiki í kringum félagið enn frekar með forstjóraskiptum en Árni Oddur Þórðarson, fyrrum stjórnarformaður félagsins, tók við sem forstjóri félagsins í byrjun nóvember 2013.  

Óróleiki  í kringum skráð félög á markaði vegna slíkra mannabreytinga eru óhjákvæmileg til skemmri tíma þótt langtímaáhrifin geti verið jákvæð. Erfitt er að sjá annað en rekstur Marels á 2-4 ársfjórðungum verði í þyngri kantinum og miðum við þar við m.a. stöðu á erlendum mörkuðum og erlendar framleiðsluvísitölur sem við höfumst stuðst við er kemur að mati á Marel.

Áhrif Eimskips á lækkun K-90 vísitölunnar eru umtalsverð sbr. mynd að ofan. Félagið birti  þann 27. febrúar sl. uppgjör fyrir árið 2013.  Í samanburði við árið 2012, þar sem leiðrétt hefur verið allmiklum einskiptisliðum á árinu 2012, þá var rekstrarniðurstaða Eimskip árið 2013 ekki góð.   EBITDA hagnaður félagsins nam 40,7 m.evra árið 2012 en nam 37 m.evra árið 2013.  Jafngildir þetta 9,1% samdrætti í þessari rekstrarstærð. 

Hlutfall EBITDA hagnaður af tekjum lækkaði einnig milli áranna, úr 9,4% í 7,4%.  Uppgjörð var því mjög þungt. Helst er um að kenna vannýtingu á föstum kostnaði sem stjórnendum félagsins hefur gengið illa að ná tökum á.  Er það helst um að kenna mun minni innflutningi til landsins en áætlanir stóð til er siglingakerfi félagsins var sett upp og uppbygging félagsins miðar við. Sjáum við ekki fyrir okkur mikla breytingu á þessum lið á árinu 2014. Rekstur félagsins í flutningsmiðlun hefur hinsvegar gengið vel.

Væntingar um framboð á árinu að breytast

Það er ljóst að nýskráningar á Aðallista Kauphallarinnar í ár verða eitthvað færri en við og aðrir gerðum ráð fyrir í upphafi árs. Að okkar mati er raunhæft að gera ráð fyrir nýskráningu þriggja félaga í ár, Sjóvá, HB Granda og Promsne. Vænt markaðsvirði þeirra samanlagt er að okkar mati um 118 ma.kr., sem jafngildir um 25% aukningu markaðsvirði skráðra félaga á Aðallista Kauphallarinnar (Össur hf. meðtalinn).
Fækkun í nýskráningum miðað við það sem búist var við í upphafi árs hefði að öllu óbreytt átt að setja þrýsting á markaðsálag markaðsaðila. Svo virðist sem aðrir þættir hafi vegið þar á móti t.d. mikilli fjárfestingarþörf lífeyrissjóðskerfisins.
Annað sem hefur haft neikvæð áhrif á hlutabréfaverð á árinu  er þegar stór hluthafi fór út Högum, en í febrúar sl. seldi Hagamelur hf . um 80% af eign sinni í Högum, en fyrir átti félagið um 7,8% af hlutafé Haga. 

Þessi breyting í hluthafahópnum virðist hafa  haft áhrif til lækkun á hlutabréfaverði í Högum, en slíkt er ekki óalgengt þegar mjög stór og leiðandi hluthafa kveður félag með þessum hætti.

Verðbreytingar að teknu tilliti til arðs.

nullNauðsynlegt er þegar heildararðsemi hlutafjáreignar er metin að leggja arðgreiðslu sem greidd er hluthöfum við breytingu skráðs gengis þar sem þar er um afhendingu á verðmætum félagsins til hluthafa að ræða og staða hluthafanna ætti að vera óbreytt, að öllu öðru óbreyttu. 

Raunávöxtun eða raunrýrnun á hlutabréfaverðinu verður því að miðast við heildarábata hlutafjáreigandans, bæði sem verðbreytingu á skráðum markaði sem og afhend verðmæti út hendi undirliggjandi félags.  Með þessu áhorfi fæst önnur mynd af lækkun þeirra félaga sem lækkað hafa en jafnframt hafa greitt eigendum sínum arð.   Er umfjöllun um verðlækkun hlutabréfa því á misskilningi byggð ef ekki er litið á þessa hluti í samhengi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall