Morgunkorn Íslandsbanka

Hreyfingar og eigendur ríkisbréfa í ágúst 2016

09.09.2016

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit um eigendur ríkisbréfa, hreyfingar og eignarhlutdeild upp úr Markaðsupplýsingum ágústmánaðar, sem birtar voru eftir lokun markaða í dag. Staða ríkisbréfa (að verðbréfalánum meðtöldum) hækkaði rétt um 6,5 ma. kr. í ágúst frá fyrri mánuði. Eitt útboð var í mánuðinum þar sem Lánamál seldu bréf fyrir rúma 8,4 ma. kr. að nafnverði í flokkunum RIKB22 og RIKB31. Samkvæmt upplýsingum frá aðalmiðlurum keyptu verðbréfasjóðir rúmlega 53% af því sem selt var í útboðinu í RIKB22 og dreifður hópur innlendra fjárfesta rest. Í RIKB31 keypti verðbréfasjóðir 43% af því sem selt var í flokknum og dreifður hópur innlendra fjárfesta rest.
 
Í töflunni hér neðst má sjá að eign erlendra aðila dróst talsvert saman í ágúst, eða um 7,1 ma. kr., og þá einna helst í RIKB19 og RIKB20. Jafnframt var eign lífeyrissjóða að dragast nokkuð saman, eða um 8,6 ma. kr., og þá mest í tveimur lengstu flokkunum, þ.e. RIKB25 og RIKB31.

Lítið eftir af útgáfu hjá Lánamálum

Eftir útboðstvennu Lánamála fyrir hádegi í dag er útgáfa Lánamála komin upp í 17,5 ma. kr. á 3F 2016, og á þá eftir að taka tillit til kaupa aðalmiðlara ef þau verða einhver. Eru Lánamál þar með komin langleiðina upp í efri mörk útgáfuáætlunar fyrir 3F 2016, og hugsanlegt að síðasta útboðið verði fellt niður. Frá áramótum hafa alls verið seld ríkisbréf fyrir 43,1 ma. kr. á söluvirði, og er því ekki mikið eftir af þeirri 50 ma. kr. útgáfu sem Lánamál höfðu áætlað á árinu í heild. Svigrúm Lánamála því talsvert til áramóta.

 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall