Morgunkorn Íslandsbanka

Litlar hækkanir á íslenska hlutabréfamarkaðnum

03.10.2013

nullSíðustu 180 daga hefur íslenski hlutabréfamarkaðurinn hækkað lítið miðað við nágranna markaði okkar, það á raunar líka við ef horft er til 90 daga. Síðustu 30 daga hefur aftur íslenski markaðurinn lækkað lítillega en á því tímabili lækkaði Noregur (OBX) einn Skandinavísku markaðanna. Finnski markaðurinn (HEX25)  hefur hækkað mest á þeim tímabilum sem við sýnum á mynd hér til hliðar, fyrir utan síðustu 360 daga.  Þá hækkaði íslenski markaðurinn mest miðað við vísitölu okkar K-90% sem kynnt var í Morgunkorninu sl. þriðjudag.

Slakasta afkoman síðustu 30 daga

nullÚrvalsvísitalan og K-90% hafa slakastan árangur allra erlendra hlutabréfafvísitalna sem við fylgjumst með síðustu 30. Einungis tvær aðrar vísitölur hafa lækkað þ.e. sú norska eins og fram hefur komið og sú breska (FTSE).  Yfir síðustu þrjátíu daga hefur þýska vísitalan (DAX) hækkað mest eða um 5,5% en meðal hækkun vísitalna að þeirri íslensku undanskilinni er 2,5% yfir þetta tímabil.  Ef við skoðum meðaltöl þeirra annarra vísitalna sem við fylgjumst með á móti þróun K-90% yfir fjögur tímabil má sjá að árangur íslensku vísitölunnar er mun verri en þeirra erlendu yfir öll tímabilin nema það lengsta.

Misjöfn þróun einstakra félaga

nullÞað er þó ekki alveg þannig að enginn hafi haft vel upp úr hlutabréfafjárfestingum. Það hefur þó krafist þess að menn veðji á réttan hest en eins og sjá má á myndinni hér til hliðar hefur gengi félaganna þróast með misjöfnum hætti. Það sem hvað helst hefur haldið aftur að vísitölunni er gengisþróun Eimskipa og Marel en saman hafa félögin um 30% af markaðsvirði íslensku félaganna en markaðsvirðið ræður áhrifum verðbreytingu þeirra á vísitöluna í heild sinni. Þá hefur gengi á Össur bæði sveiflast upp og niður en Össur fór reyndar úr vísitölu greiningar um mitt síðasta ár og kemur því ekki inn í mælingu hennar.  Össur hefur hækkað mest íslensku félaganna síðustu 30 og 60 daga en við teljum reyndar verðmyndun félagsins óskilvirka í íslensku Kauphöllinni. Ef Össur er undanskilið hefur Icelandair hækkað mest allra íslensku félaganna sama til hvaða tímabils er litið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall