Morgunkorn Íslandsbanka

Skýrsla um íslensk sveitarfélög

16.06.2016

Í nýrri skýrslu um íslensk sveitarfélög, sem an er unnin af Greiningu og sveitarfélagateymi Íslandsbanka, kemur þetta m.a. fram:  

Tekjur A-hluta starfsemi sveitarfélaga jukust um 4,4%, úr 244 mö. kr. í 255 ma. kr. á milli áranna 2014 og 2015.

Tekjur B-hluta starfsemi sveitarfélaga námu rúmum 82 mö. kr. á árinu 2015 og jukust um 3% frá árinu 2014.

Tekjur A- og B-hluta starfsemi sveitarfélaga jukust því úr 325 milljörðum í tæpa 338 milljarða eða um 4% á milli áranna 2014 og 2015.

Gjöld A- og B-hluta jukust um rúma 24 ma. kr. á milli áranna 2014 og 2015 eða um 9%. Munaði þar mest um tæplega 12 ma. kr. aukningu á lífeyrisskuldbindingum sem jukust um 136%. Launakostnaður jókst um 11,5 ma. kr. eða 8%.

Þar sem að gjöld jukust hlutfallslega meira (9%) en tekjur (4%) dregst rekstrarniðurstaða (EBIDTA) A- og B-hluta sveitarfélaganna saman úr tæpum 56 mö. kr. í rúma 44 ma. kr. eða um 20%.

Samdráttur í EBITDA A- og B-hluta skýrist að mestu leyti af samdrætti í A-hluta á árinu 2015 sem nam tæpum 10,6 mö. kr. á meðan EBITDA B-hluta dróst saman um tæpar 800 m. kr.

Samdráttur í EBITDA A-hluta Reykjavíkurborgar nam um 9,7 mö. kr. sem skýrist að mestu af launahækkunum og hækkun lífeyrisskuldbindinga. Nemur samdráttur borgarinnar um 92% af heildarsamdrætti í EBITDA A-hluta allra sveitarfélaganna og útskýrir þann samdrátt því að mestu leyti.

Rekstrarreikningur sveitarfélaganna litast talsvert af hækkandi launakostnaði og lífeyrisskuldbindingum. Helgast hvort tveggja af kjarasamningum sem samþykktir voru á síðasta ársfjórðungi 2015 ásamt breyttum forsendum varðandi dánar- og lífslíkur en gert er ráð fyrir að dánartíðni lækki og meðalævi lengist.

Heildarskuldir sveitarfélaganna námu rúmum 578 mö. kr. á árinu 2015 og jukust um 0,5% frá árinu 2014. Langtímaskuldir lækkuðu um 16 ma. kr., eða um 4%, en skuldbindingar hækkuðu um tæpa 18 ma. kr., eða um 26%, sem veldur að mestu leyti hækkun heildarskulda á áðurgreindu tímabili.

B-hluti 90% sveitarfélaga standa undir skuldsetningu ársins 2015 sem er betri niðurstaða en á árinu 2014 þegar hlutfallið nam 88%.

Færri sveitarfélög standa undir skuldsetningu ársins 2015 þegar einungis A-hluti er skoðaður eða um 76%

sveitarfélaga. Er það sama niðurstaða og á árinu 2014. Undirstrikar þetta mikilvægi B-hlutans fyrir rekstur sveitarfélaganna í heild.

Skýrsluna og ýmislegt efni henni tengt má nálgast hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall