Morgunkorn Íslandsbanka

Reginn kaupir fleiri eignir

07.10.2013

nullFasteignafélagið Reginn hafði yfir að ráða eignasafni upp á um 152 þ.fm.  í lok október 2012.  Með kaupum á eignum að Hafnarstræti á Akureyri upp á rúmlega 5 þ.fm. í lok ársins 2012 og með tilkynntum og/eða frágengnum kaupum á árinu 2013 þá stendur eignasafn félagsins í dag í um 189 þ.fm. og hefur stækkað um 26% frá október 2012.

Umfangsmikil  uppkaupum fasteigna

Fyrr í haust lagði Reginn fram tilboð í allt hlutafé Eik Fasteignafélags. Þau kaup gengu ekki eftir en stærð fasteignasafns Eikar sem boðið var í var um 110 þ.fm.
Í byrjun árs var tilkynnt um kaup Regins á eigninni Ofanleiti 2 en eignin er um 8.000 fm. að stærð. Gengið var fljótlega frá leigusamningu á þeirri eign við Verkfræðistofuna Verkís hf. Samhliða þessum samningi keypti Reginn upp nokkur lítil fasteignafélag sem höfðuhýst ýmsa starfsemi Verkís. Umfang þeirra viðskipta var um 8.500 fm. og voru félögin Stórhöfði ehf., Goshóll ehf. sem og Almenna byggingarfélagið ehf. keypt í því samhengi.   Félagið VIST ehf. var innan þessarar viðskipta en frágangur á þeim kaupum fór ekki fram fyrr en í september sl. og nam stærð þessa hluta 4.200 fm.

Í maí sl. var síðan tilkynnt um undirritun kaupsamnings milli Regins og eigenda fasteignafélagsins Summit ehf. en stærð  fasteignasafns félagsins nam 15.500 fm.  

Kaupa gamla Reykjavíkurapótekið

Nýjustu kaup Regins voru á eigninni Austurstræti 16 í Reykjavík sem tilkynnt var um þann 3. október sl. Sú fasteign hýsti fyrr um tíma Reykjavíkurapótek en hefur á síðustu árum verið að mestu skrifstofuhúsnæði auk þess sem skemmtistaðir hafa verið reknir á fyrstu hæð hússins. Sú eign er 2.700 fm. að stærð. 

Með þeim kaupum nemur stærð eignasafns Regins því um 189 þús. fm.  Líkt og í öllum tilkynningum um  nýjar fjárfestingar frá Regin þá er kaupverðið trúnaðarmál. Líkur eru þó á miðað við staðsetningu þessa  húsnæðisins að kaupverðið hefur síst verið ódýrt.

Bókfært verð fasteigna rúmlega 36 ma.kr.

Bókfært verð  fasteigna Regins nam um 36 ma.kr í lok júní. Undanskilið í þeirri bókfærðu stöðu eru kaup félagsins á VIST ehf. sem og augljóslega kaupin á Austurstræti 16.

Óskastærðin er 300.000 fm.

Þótt hér hafi verið talin upp umfangsmikil viðskipti þá er þó töluvert í land að stærð eignasafnsins nái því viðmiðunargildi sem stjórnendur félagsins hafa mikið horft til, en það er um 300 þús. fm.  Því er nær öruggt að uppkaupum Regins á fasteignum sé síður en svo lokið. 
Reginn birtir uppgjör sitt fyrir þriðju ársfjórðung 2013 í viku 48 (25-29 nóv. nk.).

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall