Þjóðhagsspá 2017-2019

Ný Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka var kynnt á hinu árlega Fjármálaþingi bankans þann 26. september. Þar var farið yfir helstu hagtölur þjóðarbúsins og þær settar í samhengi við stöðu heimila, fyrirtækja og fjármálamarkaðarins.

Undanfarin ár hafa verið tímabil góðæris eftir efnahagslægð í upphafi áratugarins. Við teljum að uppsveiflan hafi náð hámarki á síðasta ári, þegar hagvöxtur nam 7,4%. Útlit er fyrir allmyndarlegan hagvöxt á þessu ári, en að í kjölfarið dragi jafnt og þétt úr vextinum. Við spáum 4,5% hagvexti í ár, 2,8% vexti á næsta ári og 2,3% hagvexti árið 2019.

Aukin umsvif heimilanna verða helsti burðarás vaxtar á spátímanum. Einkaneysla og íbúðafjárfesting tekur þar við af þjónustuútflutningi og fjárfestingu atvinnuvega, þótt fyrrnefndi liðurinn muni raunar vaxa talsvert áfram næstu árin.

Þótt vöxturinn verði hægari en undanfarið ber hann fremur merki aðlögunar að jafnvægisvexti en bakslags. Allgóðar líkur eru á að hin margumtalaða en sjaldséða mjúka lending muni einkenna lok yfirstandandi hagsveiflu á Íslandi í þetta skiptið.

 Áhugaverðar staðreyndir úr Þjóðhagsspánni

Skýrsla um Þjóðhagsspá 2017-2019

Glærukynning frá fjármálaþingi Íslandsbanka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall