Íslandssjóðir hf.

ÍslandssjóðirÍslandssjóðir hf. er sérhæft félag á sviði eignastýringar og annast rekstur og stýringu verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða. Hlutverk Íslandssjóða er að stýra eignum á faglegan hátt þar sem hagsmunir viðskiptavina eru ávallt í fyrirrúmi. Íslandssjóðir hf. var upprunalega stofnað árið 1994 og nefndist þá Rekstrarfélag VÍB hf. 

Íslandssjóðir starfrækir úrval skuldabréfasjóða, hlutabréfasjóða og blandaðra sjóða. Íslandssjóðir hafa einnig tekið að sér að veita þjónustu til samlagshlutafélaga sem sérhæfa sig í fjárfestingum í óskráðum hlutabréfum og fasteignum. 

Hlutafé félagsins er 25 m.kr. Hluthafar eru tveir og er Íslandsbanki hf. skráður fyrir 99,7% af hlutafénu. Íslandssjóðir er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki og starfar á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði nr. 128/2011. 

Íslandssjóðir hf. eru óháðir Íslandsbanka og er meirihluti stjórnarmanna óháðir. Þó hafa Íslandssjóðir gert samkomulag við Íslandsbanka um að sjá um hluta af daglegum rekstri á grundvelli 18. gr. laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði nr. 128/2011. Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Íslandsbanka annast markaðssetningu, sölu og innlausn hlutdeildarskírteina og Rekstrar- og upplýsingatæknisvið Íslandsbanka annast bókhald sjóðsdeilda, útreikning á innlausnarvirði og viðhald skrár yfir eigendur hlutdeildarskírteina. 

Íslandssjóðir fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum fyrir árið 2013 frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti. Íslandssjóðir fengu endurnýjun viðurkenningarinnar fyrir árin 2014 og 2015. Íslandssjóðir var jafnframt á meðal framúrskarandi fyrirtækja ársins 2014, fjórða árið í röð, samkvæmt ítarlegu styrk- og stöðugleikamati Credit info. 

Framkvæmdastjóri félagsins er Kjartan Smári Höskuldsson.

Nánari upplýsingar

Íslandssjóðir
Kennitala: 690694-2719 
Aðsetur: Hagasmára 3, 201 Kópavogi
Sími: 440 4950
www.islandssjodir.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall