Fjárfestavernd

Upplýsingar fyrir fjárfesta

Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vandlega lög um verðbréfaviðskipti og reglugerð um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja.

Fjárfestar eru eindregið hvattir til að kynna sér vel eftirfarandi upplýsingar og reglur Íslandsbanka tengdar viðskiptum með fjármálagerninga. 

Auðkenni lögaðila (LEI) og auðkenni einstaklinga (NCI) vegna viðskipta með fjármálagerninga.

Lögaðilar sem ætla að eiga viðskipti með fjármálagerninga sem hafa verið teknir til viðskipta á viðskiptavettvangi þurfa frá og með 3. janúar 2018 að hafa skilað inn auðkenni fyrir lögaðila (LEI-Legal Entity Identifier) til Íslandsbanka. Þetta á einnig við um útgefendur fjármálagerninga.

Einstaklingar með erlent ríkisfang þurfa að skila inn sérstöku auðkenni einstaklinga (NCI-National Client Identifier) til Íslandsbanka ef þeir ætla að eiga viðskipti með ofangreinda fjármálagerninga frá og með 3. janúar 2018.

Smelltu á viðeigandi hnappa hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar:

Auðkenni lögaðila (LEI) Auðkenni einstaklinga (NCI)

Um innleiðingu MiFID með lögum um verðbréfaviðskipti

Þann 1. nóvember 2007 tóku gildi lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Með lögunum var m.a. innleidd inn í íslenskan rétt tilskipun Evrópusambandsins (ESB) um markaði fyrir fjármálagerninga (e. Markets in Financial Instruments Directive, skammstafað MiFID) . Innleiðingi MIFID hafði í för með sér umfangsmiklar breytingar á reglum um verðbréfaviðskipti innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og höfðu breytingarnar áhrif á samskipti fjármálafyrirtækja og viðskiptavina þeirra.

Hvaða þýðingu hefur MiFID tilskipunin fyrir fjárfesta?

Innleiðing MiFID hafði áhrif á alla þá einstaklinga og fyrirtæki (lögaðila) sem eiga í viðskiptum með fjármálagerninga á EES svæðinu. 

Meginmarkmið tilskipunarinnar er að stuðla að því að þróa og tryggja skilvirkni evrópsks fjármálamarkaðar ásamt því að auka yfirsýn og tiltrú fjárefsta á markaðnum. Markmið tilskipunarinnar er einnig að vernda viðskiptavini fjármálafyrirtækja og því inniheldur tilskipunin m.a. meginreglur um viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. 

Tilskipunin kemur viðskiptavinum til góða þar sem henni er ætlað að vernda fjárfesta, auka gegnsæi og stuðla að virkari samkeppni. Innleiðing MiFID jók jafnframt kröfur um nákvæmni upplýsinga og hefur í för með sér að almennir fjárfestar fá meiri upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum til þess að gera þá betur í stakk búna að taka upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar. Slík ákvæði auðvelda viðskiptavinum að taka ákvarðanir um fjárfestingar og auk þess njóta þeir góðs af betra skipulagi um fjárfestingar og meiri verndar.

MiFID lögunum er ætlað að breikka gildissvið laga um fjármálaþjónustu í Evrópu og ná til meirihluta fjármálafyrirtækja sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Þær gilda meðal annars um fjárfestingarbanka, sjóðstýringarfyrirtæki og verðbréfamiðlanir.

Íslandsbanka ber, samkvæmt MiFID, að flokka viðskiptavini sína í almenna fjárfesta, fagfjárfesta eða viðurkennda gagnaðila, til að endurspegla mismunandi stöðu þeirra. Þetta þýðir að vernd viðskiptavina verður mismikil eftir því í hvaða flokki þeir lenda. Þjónustan verður sniðin sem best að ákveðnum viðmiðum. Sem dæmi má nefna að fjármálafyrirtæki sem veitir almennum fjárfesti fjárfestingarráðgjöf skal afla sér upplýsinga um þekkingu hans og reynslu á sviði viðkomandi tegundar verðbréfaviðskipta, fjárhagsstöðu hans og markmið með fyrirhugaðri fjárfestingu, þannig að því sé kleift að veita honum ráðleggingar um hvaða verðbréfaviðskipti hæfi honum. MiFID gerir fjármálafyrirtækjum skylt að tryggja að allar upplýsingar, þar með talin markaðssamskipti við viðskiptavini eða hugsanlega viðskiptavini, séu sanngjarnar, skýrar og ekki á nokkurn hátt misvísandi.
Viðskiptavinir Netbanka geta samþykkt skilmála Samnings um viðskipti með fjármálagerninga hjá Íslandsbanka og Reglur Íslandsbanka um framkvæmd viðskiptafyrirmæla, auk annarra atriða sem lúta að framkvæmd viðskipta. Að auki getur viðskiptavinur veitt nauðsynlegar upplýsingar með því að svara spurningalista vegna verðbréfaviðskipta í Netbankanum.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall