Auðkennisnúmer í SMS

Hægt er að skrá sig inn í Netbanka með því að fá auðkennisnúmer sent í farsíma með SMS skilaboðum. Við þessa auðkenningarleið skráir notandi notandanafn sitt og lykilorð og þá sendist auðkennisnúmer sem notað er til auðkenningar í Netbanka. Til að geta nýtt sér þessa leið þarf notandi að vera með farsímanúmer sitt skráð í Netbanka.
 
  • Skrá GSM númer (þú færist á stillingarsíðu Netbanka, krefst innskráningar)
Auðkennisnúmer í SMS virkar einnig í útlöndum, bæði fyrir íslensk og erlend farsímanúmer. Í öllum tilvikum kostar innskráning notandann ekki neitt, þ.e. eftir nk. áramót.
 
Þegar um íslensk farsímanúmer er að ræða þá þarf einfaldlega að skrá númerið sjálft. Erlend farsímanúmer eru skráð þannig að fyrst er skráð 00, svo landakóðinn (td. 44) og svo númerið sjálft (td. 987654321). Allt skráð í einni talnarunu; dæmi: 0044987654321.
 
Til að staðfesta farsímanúmer, skrá notendur fjögurra stafa öryggisnúmer sitt í Netbanka.
 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall