Rafræn skilríki í farsíma eru auðveld og örugg leið til að skrá sig inn í Netbankann. Að auki er hægt að undirrita ýmis skjöl með skilríkjunum.

Rafræn skilríki eru vistuð á SIM-kort símans og til að nota þau þarf einungis farsíma og PIN númer að eigin vali.

Vantar þig aðstoð?

Sláðu inn símanúmerið þitt til að kanna hvort SIM kortið þitt er klárt fyrir rafræn skilríki

Prófa síma

Smelltu á „Prófa skilríki“ hér fyrir neðan. Þú munt fá skilaboð í símann sem þú þarft að staðfesta með PIN kóða.

Prófa skilríki
Kíktu á símann þinn.

Má bjóða þér að skrá þig inn í Netbankann?

Kostir rafrænna skilríkja

Rafræn skilríki virka í flestum farsímum, óháð stýrikerfi. Hér að ofan getur þú athugað hvort SIM kortið þitt uppfylli tæknilegar kröfur fyrir rafræn skilríki.

  • Einföld og örugg innskráning í Netbanka
  • Þarft ekki að muna mörg notendanöfn
  • Eitt PIN númer fyrir marga þjónustuvefi

Rafræn skilríki í farsíma er ný og örugg leið til að skrá sig inn í Netbankann. Skilríkin eru tengd við SIM kort og því þarftu að hafa símann við höndina þegar þú skráir þig inn. Skilríkin virka á gömlum sem nýjum símum, óháð stýrikerfum. Enginn kortalesari, enginn hugbúnaður. Bara að hafa símann við höndina

Spurt og svarað

Opna allt

Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum heimi. Að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum á netinu jafngildir því að framvísa persónuskilríkjum. Rafræn skilríki er einnig hægt að nota til fullgildrar undirritunar og jafngildir hún eigin undirritun.

Já, það eru engin takmörk fyrir því hvað þú getur haft mörg skilríki, þó aðeins eitt á hverju SIM-korti.

Með því að slá inn símanúmerið þitt í skrefinu "Kanna síma"hér fyrir ofan getur þú athugað hvort SIM kortið þitt uppfylli tæknilegar kröfur fyrir rafræn skilríki. Ef SIM kortið uppfyllir kröfurnar má virkja skilríkin í næsta útibúi Íslandsbanka eða á einum af fjölmörgum afgreiðslustöðvum rafrænna skilríkja. Á vef Auðkennis má skoða lista yfir þá síma sem hafa verið að valda vandræðum.

Athugið að hafa með ökuskírteini eða vegabréf þegar virkja á rafræn skilríki í síma.

Almennt virka skilríki í símanum þannig að þú velur innskráningu fyrir skilríki í síma og slærð inn símanúmer þitt. Þá birtist valmynd í símanum og þú slærð inn PIN númerið fyrir skilríkin til að staðfesta.

Já, rafræn skilríki virka fyrir nær allar tegundir síma. Upplýsingar um þá síma sem ekki eru studdir má nálgast á vef Auðkennis.

Einstaklingar yngri en 18 ára geta fengið rafræn skilríki. Umsækjandi þarf að framvíska skilríki og skrifa undir samning í viðurvist foreldra eða forsjáraðila. Foreldri eða forráðamaður þarf jafnframt að framvísa skilríki og skrifa undir með umsækjandanum.

Enn sem komið er eru rafræn skilríki í síma ekki í boði hjá öllum símafyrirtækjum. Á meðan má einnig sækja um rafræn skilríki á hvítu korti á vef Auðkennis.

Já, þú þarft að hafa með ökuskírteini eða vegabréf þegar virkja á rafræn skilríki.

Já, skilríkin á síma hafa engin áhrif á auðkennislykla eða SMS við innskráningu

Í flestum farsímum er farið í VIT-valmyndina og þar undir er Auðkenni og undir því er Breyta PIN möguleiki.

Í iPhone er farið í Settings og svo í Phone og þar neðst er SIM Application. Þar inni er Auðkenni og undir því er Breyta PIN möguleiki

Skilríki á korti eru gefin út til einstaklinga á hvítu korti. Kortið er gefið út af Auðkenni og er sambærilegt við skilríki sem gefin hafa verin út á debetkorti, en á því er örgjörvi sem hýsir skilríkin. Skilríki á korti krefjast kortalesara og Nexus hugbúnaðar.

Spurt og svarað

Opna allt

Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum heimi. Að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum á netinu jafngildir því að framvísa persónuskilríkjum. Rafræn skilríki er einnig hægt að nota til fullgildrar undirritunar og jafngildir hún eigin undirritun.

Já, þú þarft að hafa með ökuskírteini eða vegabréf þegar virkja á rafræn skilríki.

Einstaklingar undir 18 ára aldri geta fengið rafræn skilríki. Umsækjandi þarf í viðurvist foreldra eða forsjáraðila að framvísa skilríki og skrifa undir samning. Foreldri eða forráðamaður þarf jafnframt að framvísa skilríki og skrifa undir með umsækjandanum.

Já, rafræn skilríkin hafa engin áhrif á auðkennislykla eða SMS við innskráningu

Rafræn skilríki byggja á einni öruggustu tækni sem völ er á í dag. Þau geyma upplýsingarnar þínar í öruggum dulritunarbúnaði á örgjörvanum sem er á SIM- eða örgjörvakortinu þínu. Upplýsingarnar fara aldrei af örgjörvanum og aðgangsorðið (PIN númerið) er ekki geymdar hjá þjónustuaðilum, heldur velur þú það sjálf/ur.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall