Kass appið

Kass er app í boði Íslandsbanka sem gerir notendum kleift að að senda, rukka og taka á móti greiðslum frá vinum og öðrum Kass notendum ásamt ljósmyndum og skilaboðum sem þeim fylgja.

Kass appið er unnið í samstarfi við Memento ehf.

Nánari upplýsingar um Kass appið má finna á kass.is

 

Með Kass getur þú...

 • Borgað vinum þínum - án þess að þurfa að muna talnarunur
 • Splittað kostnaði - og notað Kass til að reikna
 • Rukkað hina í hópnum - og jafnvel sent mynd með

Allir sem sem búsettir eru á Íslandi og náð hafa 12 ára aldri geta stofnað Kass reikning, óháð hvaða viðskiptabanka eða fjarskiptafyrirtæki þeir eru í viðskiptum við.

Þú sækir Kass appið í iPhone eða Android símann þinn. Þá geturðu borgað vinum þínum með nokkrum léttum smellum eða rukkað og fengið borgað.

 

Sækja Kass appið:

Fyrir iOSFyrir Android                      
 

Hver kannast ekki við það að lenda í framsætinu í leigubílnum á leiðinni út á djammið. Það getur verið dýrt spaug því oftar en ekki situr maður uppi með leigubílareikninginn.

Ekki örvænta, bara splitta. Með Kass!

Eru heimilisstörfin afgreidd? Heimalærdómurinn líka?

Þá er bara að senda rukkun á mömmu og pabba. Með Kass!

Er ferming framundan hjá vinum eða vandamönnum? Þarftu að senda kveðju eða gefa gjöf en hefur ekki tíma? Kannski á leið í fríið norður yfir heiðar eða suður á Tenerife?

Sendu greiðslu með Kass!

Þetta er svo auðvelt. Þú færð senda rukkun, samþykkir hana, slærð inn pinnið og málið er dautt.

Kass, milli vina!

 

 

 

 

Borgaðu pizzuna með Kass

Nú geta Kass notendur pantað sér pizzu hjá Domino's og borgað fljótt og örugglega með Kass, bæði á vefsíðu Domino's og í appinu. Svo sannarlega gómsætt samstarf!

 

Spurt og svarað

Opna allt

Til þess að senda greiðslu þarf að vera búið að skrá debet- eða kreditkort í stillingum.

 1. Opnaðu Kass appið og veldu Borga
 2. Sláðu inn upphæð og taktu mynd ef þú vilt
 3. Veldu vin eða sláðu inn símanúmer
 4. Skrifaðu skilaboð og taktu mynd ef þú vilt
 5. Staðfestu greiðslu með fjögurra stafa leyninúmeri (PIN)

Til þess að rukka greiðslu þarf að vera búið að skrá bankareikning í stillingum. Ef móttakandi greiðslu hefur ekki lokið við að virkja sig sem notanda í Kass, bíður greiðslan í 5 daga áður en hún bakfærist aftur á bankareikning sendanda greiðslunnar. Sendandi greiðslu borgar færslugjald hvort sem greiðsla er móttekin eða ekki.

 1. Opnaðu Kass appið og veldu Rukka
 2. Sláðu inn upphæð sem þú ætlar að rukka og taktu mynd ef þú vilt
 3. Veldu vin sem þú ætlar að rukka eða sláðu inn símanúmer
 4. Skrifaðu skilaboð og taktu mynd ef þú vilt
 5. Ýttu á „Senda“
 1. Opnaðu Kass appið
 2. Sláðu inn heildarupphæðina sem þarf að splitta og taktu mynd ef þú vilt
 3. Veldu vini sem eiga að deila upphæðinni með þér eða sláðu inn númerið þeirra
 4. Skrifaðu skilaboð og taktu mynd ef þú vilt
 5. Ýttu á „Senda“ 
 1. Opnaðu Kass appið
 2. Ýttu á pílurnar efst í vinstra horninu
 3. Þá kemur upp yfirlit yfir allar greiðslur og rukkanir

Já þú getur gert það. Vinur þinn fær þá skilaboð um að hans bíði greiðsla í Kass appinu sem hann þarf þá að sækja og setja upp í símanum sínum til að nálgast greiðslu. Ef hann hefur ekki sótt greiðsluna innan 5 daga er hún bakfærð.

Nei, þú velur hvort þú tekur mynd eða ekki. Þú getur tekið mynd í Kass eða sótt mynd úr símanum þínum. Markmiðið hjá Kass er þó að gera vinagreiðslur skemmtilegar og þægilegar og við trúum að það náist best með myndrænni tjáningu. Það er því oftast viðeigandi að taka mynd af einhverju, til dæmis...

 • Hópmynd þegar vinirnir eru saman á veitingastað
 • Af gjöfinni sem að gefa á í afmælisgjöf
 • Af bíómiðunum sem sýna kl. hvað myndin byrjar

Þú getur borgað vinum þínum að hámarki:

 • 50.000 kr. á dag
 • 150.000 kr. á mánuði

Þú getur rukkað vini þína að hámarki:

 • 500.000 kr. á mánuði

Upphæð getur þó aldrei verið hærri en 50.000 kr. á hvern vin.

 

 

Borgaðu miðana á tix.is með Kass

Það á ekki að vera leiðinlegt að kaupa miða á eitthvað skemmtilegt! Gleymdu kreditkortanúmerinu og gildistímanum og öryggisnúmerinu og borgaðu miðana sem þú kaupir á Tix.is með Kass!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall