Netbanki Íslandsbanka

Netbanki Íslandsbanka er í raun stærsta útibú bankans þar sem viðskiptavinir nýta sér þessa þægilegu leið til að stunda öll helstu bankaviðskipti á netinu.

Algengar spurningar

Opna allt

Til að stofna aðgang að Netbanka Íslandsbanka þarftu að mæta í næsta útibú bankans og framvísa gildum persónuskilríkjum, s.s. ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini.

Þú getur prófað að skrá þig inn í Netbankann með rafrænum skilríkjum, til að ganga úr skugga um að þú sért ekki nú þegar með aðgang að Netbankanum.

Hægt er að stofna reikning á einfaldan hátt í Netbankanum með því að smella á Yfirlit og síðan Stofnun Reikninga.

Þú getur einnig smellt hér til að stofna reikning í Netbankanum.

Já. Þú getur veitt öðrum umboð til að hafa aðgang að m.a. bankareikningum þínum, kreditkortum og fjármálaupplýsingum.

Til dæmis geta hjón eða einstaklingar í sambúð notað sama Netbankann og haft þannig öll sín fjármál á einum stað.

Umboðinu þarf að skila undirrituðu í næsta útibú bankans.

Öryggi

Opna allt
Lykilorðinu breytir þú á stillingasíðu Netbankans.
Öryggisnúmerinu breytir þú á stillingasíðu Netbankans.

Til þess að fá nýtt lykilorð þarftu að mæta í næsta útibúi bankans.

Ef þú ert með rafræn skilríki þarftu ekki að muna lykilorð. Nýttu ferðina í bankann og virkjaðu rafrænu skilríkin.

Dulkóðun 

Íslandsbanki leggur mikla áherslu á að tryggja öryggi viðskipta í gegnum Netbankann og eru öll samskipti við hann dulrituð með 128 bita dulmálslykli frá Globalsign.

Örugg vefsvæði og https

Þegar farið er inn á öruggt vefsvæði, eins og Netbanka Íslandsbanka, birtist https í stað http fremst í vefslóð. Þetta gefur til kynna að nú sért þú á öruggu svæði og að öll samskipti séu dulkóðuð.

Þá birtist einnig lokaður hengilás neðst til hægri í vefskoðaranum, eða í reit fyrir vefslóð (e. address bar). Með þessu móti má því alltaf sannreyna hvort tiltekin vefsíða sé örugg (e. secure). Svona sýnir t.d. Chrome vafrinn að vefsíðan sé örugg:

Meðferð lykilorðsins

Lykilorð jafngildir undirskrift í Netbankanum og því er nauðsynlegt að gæta þess vel að enginn óviðkomandi hafi aðgang að því. Lykilorðið kemur í veg fyrir að óviðkomandi aðilar komist inn á svæði notanda og ber notandi ábyrgð á öllum aðgerðum sem framkvæmdar eru undir hans lykilorði. Leiki einhver grunur á að aðrir viti lykilorðið er nauðsynlegt að breyta því við fyrsta tækifæri.

Einnig er skynsamlegt að breyta lykilorði reglulega

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall