Erlend viðskipti

Í Netbanka geta einstaklingar átt eftirtalin erlend viðskipti:

Kaup á erlendum gjaldeyri fyrir íslenskar krónur

Hægt er að kaupa gjaldeyri fyrir krónur með einföldum hætti í millifærsluaðgerð Netbankans. Viðskiptavinur velur íslenskan úttektarreikning og leggur inn á gjaldeyrisreikning með tilheyrandi gengistilboði.

Erlendar greiðslur

Erlend viðskipti eru lykilaðgerð fyrir þá sem eru að kaupa og selja vörur og þjónustu inn- og út úr landi. Hér gefst kostur á að millifæra peninga inn á bankareikninga vina og vandamanna í erlendum bönkum, sem og greiðslur gjaldreyris milli bankastofnana á Íslandi.

Millifærsla í gegn um þessa þjónustu kallast SWIFT og tekur það peningana tvo daga að skila sér inn á bankareikning viðtakandans. 
Ef viðskiptin eru Evrur, þá skila peningarnir sér daginn eftir. 

Leiðbeiningar fyrir erlendar greiðslur

 

Flokka ber erlendar greiðslur til samræmis við flokkunarlykla Seðlabanka Íslands auk þess sem fjármálafyrirtækjum er skylt að tilkynna gjaldeyrisviðskipti og tilteknar fjármagnshreyfingar í erlendum gjaldmiðli milli landa, skv. reglum Seðlabanka nr. 200/2017. Nánari upplýsingar um hvaða fjármagnshreyfingar tilkynna þarf til SÍ, er að finna hér.

Viðskiptavinir sem vilja fá aðgang að því að skrá erlendar greiðslur í nafni annars aðila þurfa að skila inn umboði þess efnis í útibú bankans.

Auk ofangreinds, geta viðskiptavinir fylgst með erlendum greiðslum sem þeir hafa móttekið og sent, stillt erlenda viðtakendur ofl.

Nánari upplýsingar veitir Þjónustuver Íslandsbanka, í síma 440 4000 eða í tölvupósti á islandsbanki@islandsbanki.is.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall