Hvernig borga ég með símanum?

 1. Þú virkjar kortið í kortaappinu frá Íslandsbanka*
 2. Þegar þú kemur að posa aflæsir þú símanum með persónubundnum öryggisþætti (fingrafari, augnskanna, eða lykilorði). Þú þarft ekki að opna kortaappið.
 3. Þú leggur símann að posanum**

*Passaðu að hafa kveikt á NFC í Android símtækinu þínu: ( Stillingar (Settings), Samband (Connections), NFC og greiðslur (NFC and payment) og velja þar Virkt (ON))

*Við vissar aðstæður gætir þú verið beðin/n um að auðkenna þig aftur

Snertilausar greiðslur með símanum þínum

Með kortaappi Íslandsbanka getur þú greitt með kreditkortinu þínu (frá Íslandsbanka og Kreditkorti) í gegnum símann um allan heim í þeim posum sem bjóða snertilausa virkni. Úttektarheimildir og öll önnur virkni appsins er sú sama og þegar greitt er með greiðslukorti. 

Snertilausar greiðslur með símanum verða fyrst um sinn aðeins í boði fyrir handhafa kreditkorta og fyrirframgreiddra korta frá Kreditkorti og Íslandsbanka.

 

Kort frá Íslandsbanka

Snertilausar greiðslur með símanum fara fram í gegnum kortaappið frá Íslandsbanka þar sem allar kortaaðgerðir eru á einum stað. Þar getur þú:

 • Greitt með Android símum í öllum posum
 • Séð stöðu korta í rauntíma
 • Fryst kort
 • Sótt PIN númer
 • Skoðað stöðu Vildarpunkta Icelandair
 • Virkjað tilboð í Fríðu – fríðindakerfi Íslandsbanka
 • Dreift kortafærslum og -reikningum
 • Stillt heimild korta

Sækja kortaappið:

Fyrir iOS Fyrir Android                      
 

Þetta gerir þú bara í fyrsta skipti

Það er einfalt og fljótlegt að virkja kort til að greiða með símanum.

 

Öryggi

Greiðslur með síma eru ávallt tengdar greiðslukorti. Greiðslukort Íslandsbanka eru gefin út með heimild Mastercard samkvæmt kröfum sem Mastercard setur. Snertilausar greiðslur með farsíma eru þróaðar í samvinnu við Mastercard og fylgja öryggiskröfum fyrirtækisins.

Til þess að virkja kort fyrir snertilausar greiðslur með símtæki og nota símtæki sem greiðslumiðil er nauðsynlegt er að þú auðkennir þig með persónubundnum öryggisþáttum í samræmi við öryggiskröfur bankans.
Þegar kort er virkjað fyrir snertilausar greiðslur verður til sýndarnúmer (token) sem símtækið notar til að framkvæma greiðslu. Raunverulegt kortanúmer er aldrei notað og það eykur öryggi snertilausra greiðslna.

Mikilvægt er að þú gerir nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að tryggja að persónubundnir öryggisþættir sem þú notar til að auðkenna þig við innskráningu í símtækið séu ekki aðgengilegir öðrum þar sem þeir eru einnig notaðir til að staðfesta greiðslu.

 

Spurt og svarað

Það helsta

Opna allt

Lausnin er sem stendur einungis í boði fyrir þá sem eru með Android stýrikerfi á símtækjum með NFC virkni. Við getum því miður ekki sagt nákvæmlega til um hvenær við bjóðum lausnina fyrir önnur símtæki en við vonum að það verði sem fyrst.

Þegar þú greiðir snertilaust notar þú símann til að borga í gegnum posa.
Með kortaappi ( Íslandsbanka getur þú greitt með kreditkortunum þínum (frá Íslandsbanka og Kreditkortum) í gegnum símann um allan heim í þeim posum sem bjóða snertilausa virkni. Úttektarheimildir og öll önnur virkni appsins er sú sama og þegar greitt er með greiðslukorti. Þú þarft ekki að opna appið, einungis að aflæsa símanum með auðkenningu

Þú getur greitt fyrir vörur og þjónustu hjá öllum þeim söluaðilum sem eru með posa sem styðja snertilausa virkni.

Hægt er að virkja öll kreditkort einstaklinga til greiðslu með símanum. Fyrst um sinn er einungis í boði að virkja kreditkort fyrir snertilausar greiðslur með síma, en stefnt er að því að bjóða einnig upp á að virkja debetkort.

Því miður er ekki hægt að virkja fyrirtækjakreditkort til greiðslu með símanum.

Við getum því miður ekki sagt nákvæmlega til um hvenær við bjóðum lausnina fyrir önnur símtæki en við bíðum jafn spennt og þú

Eftir að þú auðkennir þig í símann og aflæsir honum getur þú greitt hvaða upphæð sem er ef greiðsla er framkvæmd 60 sek. eftir auðkenningu. Ef lengri tími líður þarft þú einfaldlega að auðkenna þig aftur og leggja símann aftur að posanum.

Hagnýtar upplýsingar

Opna allt

Best er að miða við að síminn sé innan við 5 cm frá skjá posans. Einnig hjálpar að vita hvar NFC skynjarinn er á þínu símtæki og hafa í huga að vera ekki með hulstur eða kort yfir skynjaranum.

Þar sem bæði kortið og símtækið nýta sömu greiðslugátt í posanum þá gildir sá greiðslumáti sem nær fyrr sambandi við posann. Þetta þýðir að ef þú leggur kortið og símtækið samtímis upp að posanum, til dæmis ef kortið er í sama hulstri og síminn, gætir þú lent í því að posinn neiti færslu þar sem hann skynjar of mörg kort.

Tækniteymið okkar vinnur nú hörðum höndum að innleiðingu Garmin og Fitbit úra fyrir snertilausar greiðslur. Stefnan er sett á að skoða í kjölfarið fleiri úraframleiðendur.

Ef þú vilt ekki lengur greiða með símanum er mjög einfalt að loka fyrir snertilausar símgreiðslur í kortaappi Íslandsbanka. Þú ferð í stillingar í og og velur snertilaus aðalkort. Þú smellir á kortið og heldur fingrinum á tákninu þar til staðfestingargluggi birtist. Þar getur þú valið að aftengja kort.

Já, það er hægt. Snertilausar greiðslur með símanum í gegnum kortaapp Íslandsbanka er alþjóðleg Mastercard lausn sem hægt er að nota út um allan heim, að því gefnu að viðkomandi söluaðili bjóði upp á snertilausar greiðslur.

Nei, þú þarft ekki að hafa appið opið til að greiða með símanum. Þú þarft einungis að aflæsa símanum með persónubundnum öryggisþætti (t.d. fingrafari, lykilorði, augnskanna) til að samþykkja greiðsluna.
Sjálfgefið greiðslukort er valið í appinu. Ef þú vilt greiða með öðru korti þá þarf að opna appið og velja annað kort.

Með því að aflæsa símanum telst tækið öruggt í 60 sek. eða þar til því er læst aftur.

Virkja kort í snertilausar greiðslur

Opna allt

Í kortaappi Íslandsbanka.

Hér getur þú skoðað úrval korta. Finndu það kort sem hentar þér og þínum þörfum. Þegar kortið hefur borist þér notar þú símann þinn til að virkja það fyrir snertilausar greiðslur.

Til að tryggja öryggi greiðslulausnarinnar þurfum við þetta leyfi til þess að sannreyna að utanaðkomandi aðili hafi ekki átt við símtækið þitt.

Aðeins handhafi kortsins getur virkjað það fyrir snertilausar símgreiðslur, en aukakorthafi getur að sjálfsögðu virkjað sitt kort í sínu kortaappi.

Þú getur haft öll þín einstaklingskort virk í kortaappinu. Þú velur svo aðalkort til að greiða snertilaust, en það er auðvelt að bæði skipta um aðalkort og velja að greiða með öðru korti en aðalkorti.

Í kortaappi Íslandsbanka hefur þú yfirlit yfir öll þín kort og getur virkjað þau til greiðslu með símanum. Þegar þeirri aðgerð er lokið ættir þú að sjá snertilaust merki í hægra horninu á kortinu. Þá er búið að virkja kortið og þú getur byrjað að greiða með símanum.

 

Þú getur virkjað kortin þín um leið og þau birtast í kortaappi Íslandsbanka, hvort sem þau eru ný eða gömul. Ef þú varst að panta nýtt kort ráðleggjum við þér að virkja kortið í appinu þegar þú ert komin(n) með kortið í hendurnar.

Nei, ef búið er að frysta kortið þitt getur þú ekki notað það í neinar greiðslur, þar á meðal snertilausar greiðslur með símanum. Snertilaus virkni í símtæki og kortareikningur eru tengd og því verður kortið að vera opið til þess að hægt sé að greiða með símtæki.

Öryggisatriði og neyðaraðstoð

Opna allt

Ef þú kannast ekki við færslu sem var gerð með símanum þínum skaltu hafa samband við þjónustuver Íslandsbanka eins fljótt og auðið er til að hefja endurkröfuferli.

Þegar þú velur að borga með símanum þarftu að auðkenna þig fyrir símtækinu með PIN-númeri, fingrafari eða andlitsskanna. Ef upp kemur einhver grunur um svik á snertilausum greiðslum í gegnum símann þinn skaltu tilkynna Íslandsbanka það strax til að stofna endurkröfu um viðskiptin.

Þessar öryggisráðstafanir eru grundvöllur þess að geta staðfest snertilausa greiðslu með símtæki. Sé öryggislokun tekin af símtæki óvirkjast sömuleiðis snertilaus virkni tækisins.

Ef þú glatar símanum þínum skaltu hafa samband við þjónustuver Íslandsbanka eins fljótt og mögulegt er og óska eftir því að lokað sé fyrir snertilausar greiðslur á símanum.

Tæknileg vandamál

Opna allt

Gakktu úr skugga um að kveikt sé NFC virkni símans þar sem snertilaus greiðsla farsímans fer í gegnum hana. Einnig er gott að kanna hvort símtækið sé örugglega staðsett innan við 5 cm frá posanum og að posinn bjóði upp á snertilausar greiðslur. Einnig verður kort að vera stillt sem sjálfgefið og appið þarf að vera stilt sem sjálfgefið greiðsluapp. Ef þessar athuganir virka ekki skaltu hafa samband við þjónustuver Íslandsbanka.

Það eru ýmsar ástæður sem gætu verið fyrir því að þú nærð ekki að greiða með símanum. Hafðu samband við þjónustuver Íslandsbanka til þess að fá frekari aðstoð við greiningu villunnar.

Þú kveikir á NFC virkni símtækis með því að fara í Stillingar (Settings), Samband (Connections), NFC og greiðslur (NFC and payment) og velja þar Virkt (ON).

Nei, símtækið þarf ekki að vera nettengt til þess að greiða með því hjá söluaðila. Af öryggisástæðum getur þú þó einungis framkvæmt 10 greiðslur án þess að vera nettengd(ur).

Nei, það þarf ekki að vera kveikt á bluetooth þar sem snertilausar greiðslur nota ekki þá virkni símtækisins.

Annað

Opna allt

Allir kortaviðskiptavinir fá kort afhent þegar viðskipti hefjast, hvort sem ætlunin er að virkja snertilausar greiðslur í símtæki og nota þær alfarið eða nota einnig kortið sjálft. Ekki er hægt að ábyrgjast að allir söluaðilar taki við snertilausum greiðslum í posa. Því bendum við viðskiptavinum á að hafa kortið meðferðis svo ekki þurfi að hætta við viðskipti vegna posa sem ekki hafa verið uppfærðir í snertilausa virkni.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall