Greiddu niður yfirdráttinn

Að greiða niður yfirdráttarlán er meðal hagstæðustu sparnaðarleiða sem völ er á. Þrepalækkun yfirdráttar hjálpar þér að skipuleggja markvissa niðurgreiðslu á yfirdrættinum og lækka vaxtakostnaðinn svo um munar.

  • Í boði fyrir þá sem hafa verið með yfirdráttarheimild í 12 mánuði eða lengur
  • Yfirdráttarheimild er lækkuð mánaðarlega niður í 0 kr. (tímamörk eru þrjú ár)
  • Þú velur mánaðarlega upphæð til lækkunar
  • Þú velur yfir hversu langt tímabil lækkunin á sér stað
  • Við lækkum vextina á móti
  • Athugið: Gildir fyrir yfirdráttarlán lægra en 1.000.000 kr.

Þú gerir samkomulag í Netbankanum eða næsta útibúi um niðurgreiðslu *.

Settu upp eigin áætlun í Netbanka

Þú setur upp áætlun um niðurgreiðslu sem hentar þínum þörfum. Engin skilyrði né tímatakmörkun eru á þessari leið:

  • Vextir haldast óbreyttir
  • Þú ræður hve mikið heimildin lækkar í hverjum mánuði
  • Engin skilyrði sett um tímabil

* Vextir eru breytilegir og taka mið af vaxtatöflu bankans hverju sinni..

Spurt og svarað

Opna allt

Viðskiptavinur setur upp áætlun annað hvort í Netbankanum sínum eða með ráðgjafa í útibúi, um reglubundna lækkun yfirdráttarheimildar. Viðskiptavinur gætir þess að úttektir mánaðarins af reikningi rúmist ætíð innan nýrrar heimildar. Smátt og smátt lækkar yfirdráttarheimildin og yfirdráttarlánið verður úr sögunni.

Þjónustan á að virka sem hvetjandi aðhald að viðskiptavinum til að spara og draga úr neyslu og losna þannig við yfirdráttarlánin.

Já. Ef reikningurinn er í óheimilum yfirdrætti þegar kemur að næstu lækkun, er bankanum heimilt að fella þjónustuna úr gildi.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á því sjálfur að yfirdráttur rúmist innan heimildar hverju sinni. Hægt er að fá áminningu um stöðu heimildar með skilaboðum í farsíma eða tölvupósti. Sjá nánar í Netbanka, undir stillingar -> tilkynningar.

Já viðskiptavinir geta hætt í þjónustu.

1. Þeir sem skráðu sig í þjónustuna í Netbankanum geta hætt í þjónustu í Netbanka og gildir sú heimild sem er í gangi á þeim tímapunkti í 6 mánuði í viðbót. Til að fá framlengingu á þeirri heimild þurfa viðskiptavinir að óska eftir því við sitt viðskiptaútibú.

2. Þeir sem gengu frá skriflegu samkomulagi um lækkun þurfa að segja þjónustu upp í sínu viðskiptaútibúi og þá fara kjör reiknings aftur á þau sömu og voru í gildi fyrir skráningu. .

 

Að lokinni lækkun yfirdráttarheimildar fær reikningur sömu vaxtakjör og fyrir skráningu. Þetta á eingöngu við um þá sem skrifa undir samkomulag og fá betri kjör.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall