Sparaðu eins og meistari

Það er mikilvægt að eiga fyrir góðu hlutunum í lífinu ekki síður en þeim óvæntu.
Skráðu þig í reglubundinn sparnað strax í dag og horfðu áhyggjulaus fram á veginn.

Nú er um að gera að #farasparabara

 

Fyrir hverju vil ég spara?

Varasparnaður

Varasparnaðurinn er hugsaður til þess að mæta ófyrirséðum útgjöldum, fjárhagslegum áföllum og geta gripið óvænt tækifæri. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um leiðir sem henta vel til varasparnaðar.

Allir sjóðirÖll innlán

* Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðanna. Nánari upplýsingar má finna með því að smella á viðkomandi sjóð hér að ofan, á www.islandssjodir.is eða www.vib.is. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér lykilupplýsingar viðkomandi sjóðs, útboðslýsingu og sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Áhætta fylgir fjárfestingu í sjóðum þar sem verðmæti eignar getur bæði hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á gengi sjóðsins.

Neyslusparnaður

Neyslusparnaðurinn er hugsaður til að eiga fyrir þeim hlutum sem maður vill verja peningunum sínum, til dæmis draumafríinu eða nýju hjóli. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um leiðir sem henta vel til neyslusparnaðar. 

Allir sjóðirÖll innlán

* Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðanna. Nánari upplýsingar má finna með því að smella á viðkomandi sjóð hér að ofan, á www.islandssjodir.is eða www.vib.is. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér lykilupplýsingar viðkomandi sjóðs, útboðslýsingu og sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Áhætta fylgir fjárfestingu í sjóðum þar sem verðmæti eignar getur bæði hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á gengi sjóðsins.

Langtímasparnaður

Með langtímasparnaði leggur þú grunninn til framtíðar. Þar á meðal er sparnaður fyrir íbúð, ávöxtun í verðbréfasjóði og séreignasparnaður. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um leiðir sem henta vel til langtímasparnaðar.

Allir sjóðirÖll innlán

* Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðanna. Nánari upplýsingar má finna með því að smella á viðkomandi sjóð hér að ofan, á www.islandssjodir.is eða www.vib.is. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér lykilupplýsingar viðkomandi sjóðs, útboðslýsingu og sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Áhætta fylgir fjárfestingu í sjóðum þar sem verðmæti eignar getur bæði hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á gengi sjóðsins.

Hvers vegna ætti ég að spara reglulega?

Opna allt

Ef þú sparar með sjálfvirkum millifærslum í byrjun hvers mánaðar þarftu ekki að muna eftir að leggja fyrir og sparnaðurinn mætir ekki afgangi. Þú ræður fjárhæðinni sem lögð er fyrir í hverjum mánuði og getur hækkað eða lækkað fjárhæðina að vild.

Bilaði þvottavélin? Óvænt útgjöld geta sett fjárhag heimilisins úr jafnvægi og því er dýrmætt að eiga sparnað til að mæta þeim. Sparnaðurinn þinn getur því líka verið mikilvægur varasjóður fyrir heimilið.

Settu þér markmið, leggðu fyrir í hverjum mánuði, safnaðu vöxtum og þú átt fyrir því sem þig langar að gera - hvort sem það er sumarfrí fjölskyldunnar, heimilistæki sem þarf að endurnýja eða eitthvað allt annað!

Sparnaður verður eðlilegur hluti af föstum mánaðarlegum greiðslum og er millifærður sjálfkrafa af tékkareikningi. Þannig mætir sparnaðurinn ekki afgangi.

Það er ekki bara góð tilfinning að eiga fyrir því sem maður kaupir - það er líka ódýrara að safna fyrir hlutunum en að fá lánað fyrir þeim. Þegar þú sparar ert það þú sem færð vextina!

Hvers konar sparnaður hentar mér?

Opna allt

Í upphafi er mikilvægt að hafa í huga hver tilgangur sparnaðarins er og til hvers langs tíma horft er. Ástæða þess er sú að þeir fjárfestingakostir sem henta til langtímasparnaðar henta oft ekki sé horft til skemmri tíma.

Sem dæmi eru verðtryggðir sparnaðarreikningar almennt ekki opnir fyrir útgreiðslum fyrr en að fyrirfram ákveðnum tíma liðnum (að lágmarki 3 ár) og í tilfelli sjóða má gera ráð fyrir sveiflum á gengi i til skamms tíma vegna breytinga á markaðsaðstæðum.

Huga þarf að því hvert markmið fjárfestingarinnar er. Er það að viðhalda höfuðstól, litlar sveiflur séu í ávöxtun eða að auka verðmæti til langs tíma? Áhættuþol skiptir einnig miklu máli þegar hugað er að fjárfestingakostum. Almennt fylgir ávöxtun og áhætta að, hærri ávöxtun fæst almennt með áhættumeiri fjárfestingakostum.

Sem dæmi eru innlán og ríkisskuldabréf almennt talin áhættulítil en hlutabréf áhættumeiri. Samkvæmt fjármálafræðum skila dreifð eignasöfn almennt hærri ávöxtun og lægri áhættu til lengri tíma lítið.

Það er eðlismunur á innlánum og sjóðum. Innlánsvextir liggja fyrir í upphafi, en vert er þó að hafa í huga að innlánsreikningar geta borið fasta eða breytilega vexti. Gengi sjóða getur bæði hækkað og lækkað, en mismikið þó.

Sem dæmi eru mjög litlar sveiflur á gengi sjóða sem fjárfesta í innlánum og stuttum ríkisskuldabréfum en sveiflur á gengi sjóða sem fjárfesta í hlutabréfum geta verið umtalsverðar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall