Sparnaðarreikningar

Íslandsbanki býður fjölbreyttar leiðir til sparnaðar. Sparnaðarreikningarnir eru mismunandi, til að mæta fjölbreyttum þörfum viðskiptavina okkar. Hægt er að stofna Vaxtaþrep í Netbanka og útibúum Íslandsbanka.

Veldu reikning með því að skoða töfluna hér að neðan.

Hvaða sparnaður hentar best?

Íslandsbanki býður upp á fjölbreyttar leiðir fyrir sparnað. Sparnaðarformin eru mismunandi, til að mæta fjölbreyttum þörfum viðskiptavina okkar. Veldu þína leið með því að velta fyrir þér þessum fjórum spurningum.

Verðtryggður eða óverðtryggður?

Verðtryggður sparnaður er tryggður gegn verðbólgu. Hann hentar því vel fyrir langtímasparnað. Verðtrygging innlánsreikninga er háð þriggja ára binditíma.

Óverðtryggður sparnaður ber hærri nafnvexti en verðtryggður. Hann er annað hvort alltaf laus eða laus með mjög skömmum fyrirvara og því hægt að grípa til hans þegar þér hentar.

Binditími

Bundin innlán gefa oftast betri ávöxtun. Þess vegna borgar sig frekar að velja bundinn sparnað ef þú þarft ekki á peningunum að halda á tímabilinu. Bundin innlán eru t.d. ekki góður varasjóður. Sjóðirnir eru lausir með eins til tveggja daga fyrirvara.

Innlán eða sjóður?

Það er eðlismunur á innlánum og sjóðum. Vextir á innlánum eru ákveðnir fyrirfram en gengi sjóða getur bæði hækkað og lækkað. Sjóðum fylgir því gengisáhætta en þeim getur hins vegar fylgt betri ávöxtun en innlánum.

Hentugur fjárfestingartími

Sem fyrr segir geta sjóðir bæði hækkað og lækkað. Þessar sveiflur á gengi sjóða eru mismiklar milli sjóða en þær jafnast út með tímanum. Veldu því sparnað þar sem hentugur fjárfestingartími er í samræmi við hvenær þú þarft að nota peningana.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall