Framtíðarreikningur

Fjárfesting til framtíðar

Börn á fermingaraldri eru á skemmtilegum tímamótum í lífi sínu. Fullorðinsárin nálgast með spennandi tækifærum og þá er góð hugmynd að huga vel að fjármálunum og leggja línurnar að bjartri framtíð. 

Börn á fermingaraldri sem koma í sparnaðarráðgjöf ásamt foreldrum sínum eða forráðamönnum fá tvo bíómiða í gjöf frá bankanum.

Farsæl byrjun á bankaviðskiptum

Börn á fermingaraldri sem kjósa að ávaxta 30.000 kr. eða meira á Framtíðarreikningi fá 6.000 kr. í mótframlag frá Íslandsbanka inn á reikninginn.* Með þessu viljum við vekja athygli á kostum Framtíðarreiknings Íslandsbanka sem ber hæstu vexti almennra, verðtryggðra innlánsreikninga og er bundinn til 18 ára aldurs.

Gjöf sem eldist vel

Framtíðarreikningurinn er tilvalin gjöf frá ömmum, öfum, frænkum, frændum, systkinum og vinum – góð gjöf sem hefur alla burði til að eldast einstaklega vel. Hægt er að hefja sparnað á Framtíðarreikningi hvenær sem er fyrir 15 ára afmæli barnsins og það er einfalt mál að stofna reikninginn í Netbanka og útibúum Íslandsbanka.

Kostir

  • Hæstu vextir á almennum verðtryggðum innlánsreikningi
  • Bundinn til 18 ára aldurs
  • Að binditíma loknum er reikningurinn laus til útborgunar í einn mánuð í senn á sex mánaða fresti
  • Auðvelt að hefja reglulegan sparnað
  • Engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða aðrar þóknanir
  • Óhreyfð innistæða heldur óbreyttum kjörum eftir 18 ára aldur**

 

Dæmi um framtíðarvirði***

Upphæð á mánuði 4 ár 8 ár 14 ár 18 ár
500 25.199 53.015 100.244 135.850
1.500 75.598 159.044 300.733 407.551
3.000 151.196 318.088 601.466 815.102
5.000 251.993 530.146 1.002.443 1.358.503
10.000 503.986 1.060.293 2.004.887 2.717.006

*Gildir einu sinni fyrir hverja kennitölu þeirra barna sem koma ásamt forráðamönnum í útibú Íslandsbanka fyrir 1. júlí 2018.
** Ekki er hægt að leggja inn á Framtíðarreikning þegar binditíma lýkur við 18 ára aldur. Við fyrstu úttekt er reikningurinn eyðilagður. 
*** Í dæminu er miðað við 2,50% raunávöxtun. Sjá Vaxtatöflu fyrir gildandi vexti. Athugið að ekki er tekið tillit til verðbólgu. 

Til baka

Skilmálar

Stofnun reiknings
Reikningurinn er stofnaður í útibúi Íslandsbanka eða Netbanka Íslandsbanka. Reikninginn er hægt að stofna fyrir börn fram að 15 ára afmælisdegi þeirra.

Inn- og útborganir
Allar innborganir ásamt vöxtum og verðbótum eru bundnar til 18 ára aldurs reikningseiganda. Þegar innstæðan verður laus til útborgunar má einungis reikningseigandi eða þeir sem hafa til þess gilt umboð taka út af reikningnum. Að binditíma loknum er reikningurinn laus til útborgunar í einn mánuð í senn á sex mánaða fresti.  Reikningurinn verður eyðilagður við fyrstu úttekt eftir að reikningseigandi hefur náð 18 ára aldri.

Við stofnun Framtíðarreiknings gefst stofnanda kostur á að gera samning um reglulegan sparnað. Reikningar sem eru með reglulegan sparnað geta tekið við innborgunum til 18 ára aldurs, þó einungis gegnum reglulegan sparnað, og bindast þá allar innborganir til 18 ára aldurs reikningseiganda. Ef reikningur er ekki skráður með reglulegan sparnað er hægt að leggja inn til 15 ára aldurs reikningseiganda.

Útborgun getur farið fram á hvaða afgreiðslustað bankans sem er, sé öðrum skilyrðum til úttektar fullnægt og fullgildum persónuskilríkjum framvísað eða vottuðu umboði reikningseiganda til úttektar. Umboðshafi skal sanna á sér deili með sama hætti og reikningseigandi og afhenda afrit umboðs til varðveislu í útibúi.

Vaxtatímabil
Vaxtatímabilið er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert. Vextir eru færðir á höfuðstól við lok hvers árs.

Útreikningur verðbóta
Um mánaðamót reiknast verðbætur samkvæmt vísitölu neysluverðs á lægstu innstæðu reikningsins í síðasta almanaksmánuði og leggjast þær mánaðarlega við höfuðstól. Á inn- og útborganir hvers mánaðar reiknast sérstakar verðbætur, sem eru breytilegar í samræmi við vaxtaákvörðun bankans hverju sinni og leggjast þær við höfuðstól um mánaðamót.

Þóknanir
Bankinn innheimtir engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða þóknanir.

Kjör og skilmálar
Reikningurinn er verðtryggður innlánsreikningur sem tekur mið af breytingum á vísitölu neysluverðs. Á innistæðu reiknast breytilegir vextir. Skilmálar þessir og kjör reikningsins að öðru leyti eru háð ákvörðun bankans og almennum reglum Seðlabanka Íslands um verðtryggingu innlána hverju sinni. Upplýsingar um kjör reikningsins er að finna í vaxtatöflu bankans.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall