Húsnæðissparnaður Íslandsbanka

Þú getur valið um tvo góða kosti, verðtryggðan sparnaðarreikning sem hentar vel fyrir langtímasparnað eða óverðtryggðan sem hentar vel ef stefnt er á íbúðarkaup í náinni framtíð.

1. Verðtryggður húsnæðissparnaður

  • 1.5% vextir*
  • Bundinn í 36 mánuði frá fyrstu innborgun
  • Engar lágmarks- eða hámarks innborganir
  • Hvorki þjónustugjöld, innlausnargjöld né aðrar þóknanir

2. Óverðtryggður húsnæðissparnaður

  • 2.8% vextir*
  • Bundinn í 17 mánuði frá fyrstu innlögn
  • Eftir þann tíma er hægt að taka út af reikningnum með 31 dags fyrirvara
  • Engar lágmarks- eða hámarks innborganir
  • Hvorki þjónustugjöld, innlausnargjöld né aðrar þóknanir

Hvað hentar mér?

Líttu inn í næsta útibú Íslandsbanka og farðu í rólegheitum yfir þá sparnaðar- og lánamöguleika sem í boði eru með ráðgjafa í húsnæðisþjónustu. Að kaupa húsnæði er auðvitað stór ákvörðun og því um að gera að vega og meta alla kosti í stöðunni. 

Ráðgjafar okkar í húsnæðisþjónustu hafa víðtæka reynslu og góðan skilning á aðstæðum ungra fasteignakaupenda.

Panta viðtal
Til baka

Verðtryggður húsnæðissparnaður - Skilmálar

Stofnun reiknings
Reikningurinn er stofnaður í útibúi Íslandsbanka eða Netbanka Íslandsbanka.Einstaklingar á aldrinum 15-35 ára geta stofnað reikninginn. Aðeins er hægt að stofna einn reikning á hvern einstakling.

Innborganir
Reikningurinn er opinn fyrir innborgunum til 38 ára aldurs reikningseiganda og ekkert lágmark er á þeim.

Binditími
Innstæða á reikningnum er bundin í 36 mánuði frá fyrsta innleggi. Að binditíma loknum er reikningurinn laus til útborgunar í einn mánuð í senn á sex mánaða fresti.

Útborganir
Við úttekt er öll innstæða reiknings færð í einu þar sem reikningurinn er eyðilagður við úttekt.

Útborgun getur farið fram á hvaða afgreiðslustað bankans sem er, sé öðrum skilyrðum til úttektar fullnægt og fullgildum persónuskilríkjum framvísað eða vottuðu umboði reikningseiganda til úttektar. Umboðshafi skal sanna á sér deili með sama hætti og reikningseigandi og afhenda afrit umboðs til varðveislu í útibúi.

Vaxtatímabil
Vaxtatímabilið er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert. Vextir eru færðir á höfuðstól við lok hvers árs.
Útreikningur verðbóta
Um hver mánaðamót reiknast verðbætur samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar á lægstu innstæðu reikningsins í síðasta almanaksmánuði á undan og leggjast þær mánaðarlega við höfuðstól. Með lægstu innstæðu mánaðar er átt við stöðu í upphafi mánaðar að frádregnum öllum úttektum innan mánaðarins.

Á inn- og útborganir hvers mánaðar reiknast sérstakar verðbætur, sem eru breytilegar í samræmi við vaxtatöflu bankans hverju sinni og reglur Seðlabanka Íslands um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Dæmi: Ef lagt er inn í miðjum mánuði þá reiknast sérstakar verðbætur frá þeim tíma til loka mánaðar. Ef tekið er út í mánuðinum reiknast sérstakar verðbætur frá upphafi mánaðar til loka mánaðar.

Sérstakar verðbætur leggjast við höfuðstól um hver mánaðamót.

Þóknanir og skattar
Bankinn innheimtir engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða þóknanir. Fjármagnstekjuskattur dregst frá vaxtagreiðslum hverju sinni.

Kjör og skilmálar
Reikningurinn er verðtryggður innlánsreikningur sem tekur mið af breytingum á vísitölu neysluverðs. Á innistæðu reiknast breytilegir vextir. Skilmálar þessir og kjör reikningsins að öðru leyti eru háð ákvörðun bankans og almennum reglum Seðlabanka Íslands um verðtryggingu innlána hverju sinni. Upplýsingar um kjör reikningsins er að finna í vaxtatöflu bankans. Kjör eru ekki háð því að reikningshafi hefji önnur viðskipti eða haldi þeim áfram sem fyrir voru. Ef reikningseiganda bjóðast sérstök kjör við töku húsnæðislána hjá bankanum, eru þau óendurkræf þó reikningseigandi eyðileggi reikning eða hætti í öðrum viðskiptum.

Óverðtryggður húsnæðissparnaður - Skilmálar

Stofnun reiknings
Reikningurinn er stofnaður í útibúi Íslandsbanka eða Netbanka Íslandsbanka.Einstaklingar á aldrinum 15-35 ára geta stofnað reikninginn. Aðeins er hægt að stofna einn reikning á hvern einstakling.

Innborganir
Reikningurinn er opinn fyrir innborgunum til 38 ára aldurs reikningseiganda og ekkert lágmark er á þeim.

Binditími
Innstæða á reikningnum er bundin í 17 mánuði frá fyrsta innleggi. Eftir þann tíma er innstæða á reikningnum ávallt bundin þangað til beiðni um úttekt hefur farið fram en millifærslan framkvæmist 31 degi síðar. Binditími er því að lágmarki 17 mánuðir og 31 dagur.

Útborganir
Útborgun fer fram með millifærslu sem framkvæmist 31 degi síðar. Útborgun af reikningnum getur aðeins farið fram með millifærslu á annan reikning í eigu reikningseiganda hjá Íslandsbanka. Öll innstæðan er færð í einu þar sem reikningurinn er eyðilagður við úttekt.

Útborgun getur farið fram á hvaða afgreiðslustað bankans sem er, sé öðrum skilyrðum til úttektar fullnægt og fullgildum persónuskilríkjum framvísað eða vottuðu umboði reikningseiganda til úttektar. Umboðshafi skal sanna á sér deili með sama hætti og reikningseigandi og afhenda afrit umboðs til varðveislu í útibúi.

Vaxtatímabil
Vaxtatímabilið er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert. Vextir eru færðir á höfuðstól við lok hvers árs.

Þóknanir og skattar
Bankinn innheimtir engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða þóknanir. Fjármagnstekjuskattur dregst frá vaxtagreiðslum hverju sinni.

Kjör og skilmálar
Reikningurinn er óverðtryggður innlánsreikningur með breytilegum vöxtum. Skilmálar þessir og kjör reikningsins eru háð ákvörðun bankans hverju sinni. Upplýsingar um kjör reikningsins er að finna í vaxtatöflu bankans. Kjör haldast óbreytt eftir að beiðni um úttekt hefur verið skráð. Kjör eru ekki háð því að reikningshafi hefji önnur viðskipti eða haldi þeim áfram sem fyrir voru. Ef reikningseiganda bjóðast sérstök kjör við töku húsnæðislána hjá bankanum, eru þau óendurkræf þó reikningseigandi eyðileggi reikning eða hætti í öðrum viðskiptum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall