Vaxtaþrep 30 dagar

Vaxtaþrep 30 dagar er sparnaðarreikningur með 31 daga úttektarfrestun og þrepaskiptum vöxtum eftir innstæðu. Einstaklingar geta stofnað Vaxtaþrep í Netbanka og útibúum Íslandsbanka en fyrirtæki og lögaðilar geta einungis stofnað reikninginn í útibúi.

Helstu kostir

  • Óverðtryggður innlánsreikningur
  • Úttektarfrestur 31 almanaksdagur
  • Vextir greiddir út mánaðarlega og eru millifærðir í upphafi hvers mánaðar á ráðstöfunarreikninginn sem valinn var við stofnun
  • Úttekt er framkvæmd í Netbanka eins og um venjulega millifærslu sé að ræða og ráðstafast hún 31 degi síðar
  • Hægt að sjá færslur sem búið var að óska eftir úttekt á í Netbanka
  • Engin fjárhæðamörk

Stighækkandi vextir*

ÞrepInnstæðubilVextir
Grunnþrep 0 - 5 milljónir
2.15%
1. þrep 5 milljónir – 20 milljónir2.45%
2. þrep 20 milljónir – 75 milljónir2.65%
3. þrep 75 milljónir eða meira
2.95%

Hvernig tek ég út af Vaxtaþrepi 30 dagar?

Einungis er hægt að taka út af sparireikningnum Vaxtaþrep 30 dagar í gegnum Netbanka Íslandsbanka. Úttekt berst inná valdan reikning 30 dögum eftir úttektardag.

Aðeins er hægt að millifæra á reikninga á sömu kennitölu og innan Íslandsbanka.


* Skv. gildandi vaxtatöflu

Til baka

Skilmálar

Stofnun reiknings
Reikningurinn er stofnaður í útibúi Íslandsbanka eða Netbanka Íslandsbanka. Um leið og reikningur er stofnaður er valinn ráðstöfunarreikningur sem tekur á móti vöxtum af Vaxtaþrepi 30 daga sem eru lausir til útborgunar í upphafi hvers mánaðar.

Innborganir
Reikningurinn er ávallt opinn fyrir innborgunum og ekkert lágmark er á þeim.

Binditími
Innstæða á reikningnum er ávallt bundin þangað til beiðni um úttekt hefur farið fram en millifærslan framkvæmist 31 degi síðar. Binditími er því að lágmarki 31 dagur. 

Útborganir
Beiðni um úttekt fer fram með millifærslu í Netbanka Íslandsbanka og framkvæmist millifærslan 31 degi síðar. Útborganir af reikningnum geta aðeins farið fram með millifærslu á annan reikning í eigu reikningseiganda hjá Íslandsbanka.

Vaxtatímabil og ráðstöfun vaxta
Vaxtatímabilið er frá fyrsta til síðasta dags hvers mánaðar. Vextir eru færðir á höfuðstól við lok hvers mánaðar en í byrjun næsta mánaðar þar á eftir er þeim er ráðstafað með millifærslu á ráðstöfunarreikning.

Þóknanir og skattar
Bankinn innheimtir engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða þóknanir. Fjármagnstekjuskattur dregst frá vaxtagreiðslum hverju sinni.

Kjör og skilmálar
Reikningurinn er óverðtryggður innlánsreikningur með breytilegum vöxtum. Skilmálar þessir og kjör reikningsins eru háð ákvörðun bankans hverju sinni. Upplýsingar um kjör reikningsins er að finna í vaxtatöflu bankans.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall