Hvernig tek ég út af Vaxtaþrepi 30 dagar?

Einungis er hægt að taka út af sparireikningnum Vaxtaþrep 30 dagar í gegnum Netbanka Íslandsbanka.  Úttekt berst inná valdan reikning 30 dögum eftir úttektardag. 

1. Vaxtaþrep 30 dagar birtist á Minni síðu í Netbankanum undir flokknum. Bankareikningar.  Til að millifæra af reikningum þarf að smella á táknið við hliðina á reikningnum og velja „Millifæra“

2. Velja þarf upphæð millifærslu og þann reikning sem upphæðin á að leggjast inná.  Einungis er hægt að leggja inná eigin reikning í Íslandsbanka. Að því loknu er smellt á Áfram.

 


3. Til að staðfesta millifærsluna þarf að slá inn fjögurra stafa PIN númer.

 4. Upphæð leggst inn á þann reikning sem valinn er 30 dögum eftir úttektardag.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall