Vaxtaþrep

Vaxtaþrep er sparnaðarreikningur þar sem vextir fara hækkandi eftir innstæðu. 

Hægt er að stofna Vaxtaþrep í Netbanka og útibúum Íslandsbanka.

Kostir

  • Óverðtryggður innlánsreikningur
  • Aðeins 10 daga binding
  • Stighækkandi vextir eftir innstæðu
  • Vextir greiddir úr mánaðarlega
  • Engin lágmarksinnstæða
  • Hvorki þjónustugjöld, innlausnargjöld né aðrar þóknanir

Stighækkandi vextir*

ÞrepInnstæðubilVextir
Grunnþrep Undir 250 þúsundum
1.45%
1. þrep 250 þúsund - 1 milljón1.45%
2. þrep 1 milljón - 5 milljónir1.95%
3. þrep 5 milljónir - 20 milljónir
2.25%
4. þrep 20 milljónir - 75 milljónir
2.55%
5. þrep 75 milljónir eða meira
2.65%

* Samkvæmt gildandi vaxtatöflu.

Vextir á ári sýna ársávöxtun miðað við óhreyfða innstæðu. Mánaðarlegir vextir eru nafnvextir á ársgrundvelli.

Vextir eru lagðir við höfuðstól í lok hvers mánaðar.

Til baka

Skilmálar

Stofnun reiknings
Reikningurinn er stofnaður í útibúi Íslandsbanka eða Netbanka Íslandsbanka.

Inn- og útborganir
Reikningurinn er ávallt opinn fyrir innborgunum og ekkert lágmark er á þeim. Hvert innlegg er bundið í 10 daga.

Útborgun getur farið fram á hvaða afgreiðslustað bankans sem er, sé fullgildum persónuskilríkjum framvísað eða vottuðu umboði reikningseiganda til úttektar. Umboðshafi skal sanna á sér deili með sama hætti og reikningseigandi og afhenda afrit umboðs til varðveislu í útibúi.

Vaxtatímabil
Vaxtatímabilið er frá fyrsta til síðasta dags hvers mánaðar. Vextir eru færðir á höfuðstól við lok hvers mánaðar.

Þóknanir
Bankinn innheimtir engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða þóknanir.

Kjör og skilmálar
Reikningurinn er óverðtryggður innlánsreikningur með breytilegum vöxtum. Skilmálar þessir og kjör reikningsins eru háð ákvörðun bankans hverju sinni. Upplýsingar um kjör reikningsins er að finna í vaxtatöflu bankans.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall