Viðskiptavinir í Námsvild fá aðgang að Íslandsbanka Appinu. Þar er á mjög auðveldan hátt hægt að sjá stöðuna á reikningnum, millifæra smærri upphæðir á þekkta viðtakendur með Hraðfærslum og fylgjast með endurgreiðslutilboðum frá fríðindakerfinu Fríðu. 
Til að nýta Appið þarf að vera með virkan aðgang að Netbanka Íslandsbanka.

Námsvildarfélagar geta fengið aðgang að Netbanka Íslandsbanka.

Í netbanka má m.a.:

  • Fá yfirlit yfir stöðu bankareikninga og kreditkorta
  • Fá yfirsýn yfir fjármálin með Meniga
  • Panta SMS skilaboð um stöðu
  • Stilla á viðvörun ef staða reiknings fer niður fyrir ákveðna upphæð
  • Kaupa GSM frelsi

Hægt er að sækja um aðgang að netbankanum í næsta útibúi.

Greiðslukort sem er sniðið að þörfum ungs fólks en því fylgja ýmis fríðindi og afslættir.

Kortið er bæði fáanlegt sem debet- og kreditkort. Kreditkort getur verið fyrirframgreitt eða venjulegt fyrir þá sem eru 18 ára eða eldri.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall