Beingreiðslur

Íslandsbanki getur innheimt kröfur þínar með beinum skuldfærslum af reikningum greiðenda.

Kostir

  • Engir greiðsluseðlar prentaðir
  • Upplýsingar um kröfur sendar rafrænt
  • Sjálfvirk skuldfærsla skilar öflugri innheimtu

Bein skuldfærsla

Sameiginlegum viðskiptavinum Íslandsbanka og kröfuhafa er boðið að láta skuldfæra viðskiptareikning sinn. Viðskiptavinur getur samþykkt beingreiðslu sjálfur í sínum netbanka eða undirritað skuldfærslubeiðni og tilgreint hvaða kröfur hann heimilar að skuldfærist af reikningi sínum. Þannig þarf ekki að prenta út og senda greiðsluseðla heldur eru upplýsingar um kröfur sendar á tölvutæku formi til bankans, sem síðan skuldfærir reikning greiðanda.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall