Inn- og útflutningur

Þegar kemur að uppgjöri í viðskiptum milli landa býðst fyrirtækinu öruggt uppgjör eftir mismunandi leiðum. Þá getur bankinn séð um innheimtu viðskiptakrafna.

Símgreiðslur

Símgreiðslur eru öruggari en ávísanir, þær taka líka í flestum tilvikum skemmri tíma og eru ódýrari fyrir móttakanda. Afgreiðsla þeirra tekur minnst 2 virka daga. Einnig er hægt að velja samsendingar en þær bera minni kostnað og berast á 3-6 virkum dögum. Notendur Fyrirtækjabankans geta greitt erlendum viðskiptavinum sínum sjálfir í gegnum Netið, fengið um leið kvittun fyrir greiðslunni og sent viðtakanda tilkynningu í tölvupósti eða með faxi.

Ávísanir

Fyrirtækið getur bæði selt Íslandsbanka ávísanir gefnar út af erlendum bönkum og fengið bankann til að sjá um innheimtu á ávísunum gefnum út af erlendum viðskiptamönnum fyrirtækisins. Einnig getur Íslandsbanki tekið að sér að gefa út ávísanir og sent til erlendra aðila í ábyrgðarpósti.

Ábyrgðir vegna inn- og útflutnings (Letters of Credit, Guarantees)

Í ábyrgðum felst fjármögnun sem og trygging fyrir kaupendur og seljendur í inn- og útflutningi. Kaupandi getur verið viss um að búið sé að senda honum vöruna áður en greiðsla er innt af hendi en jafnframt er ábyrgst að seljandi fái sína greiðslu.

Innheimta vegna inn- og útflutnings (Collections)

Í innheimtuviðskiptum er Íslandsbanki í hlutverki umsjónaraðila. Bankinn tekur við út- eða innflutningsskjölum og sér um að innheimta viðskiptaskuldbindingar samkvæmt þeim, ýmist beint hjá kaupanda vörunnar eða gegnum erlendan banka. Munurinn á ábyrgðum og innheimtu felst í því að ábyrgðir eru öruggari kostur en innheimta ódýrari.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall