Fjármálaviðtal fyrirtækja

Fjárhagslegt heilbrigði er forsenda þess að rekstur fyrirtækis beri sig.

Við viljum stuðla að heilbrigðum rekstri með því að bjóða eiganda eða forsvarsmanni fyrirtækis að koma í fjármálaviðtal þar sem farið er yfir lykilatriði í rekstrinum byggt á þeim gögnum sem berast okkur. Mögulega getum við bent á leiðir til að bæta reksturinn og í leiðinni veitt þér enn betri þjónustu.

Fjármálaviðtal fyrirtækja

Panta viðtal

Ávinningur fjármálaviðtals

Eftir að þú hefur farið í gegnum umsóknarferlið höfum við samband við þig eins fljótt og auðið er.

  • Við tökum á móti þér í því útibú sem þú velur
  • Viðtalið tekur um 1 klst.
  • Viðtalið veitir þér tækifæri til að kynna reksturinn og bankanum að hlusta á þarfir félagsins
  • Við veitum upplýsingar um hvernig kennitölur geta nýst við reksturinn
  • Möguleikar á endurfjármögnun eru ræddir ef við á
  • Viðtalið er þér að kostnaðarlausu

Fyrirvari

Athugið að ekki er um að ræða rekstrar- eða skattaráðgjöf af hálfu bankans eða starfsmanna hans.

Íslandsbanki áskilur sér rétt til að synja umsókn um fjármálaviðtal. Ástæður synjunar geta verið af ýmsum toga.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall