Húsfélagaþjónusta

Húsfélagaþjónusta Íslandsbanka sér um fjármálaumstang sem fylgir húsfélaginu. Í gegnum sérsniðinn Félagabanka fæst góð yfirsýn yfir fjármál og rekstur húsfélagsins.

Kostir

 • Sérstakur ráðgjafi
 • Beingreiðslur
 • Greiðsluáætlun
 • Innheimtuþjónusta
 • Hagkvæm framkvæmdalán

Sérsniðinn Félagabanki

Húsfélagið getur stundað öll sín viðskipti í Félagabankanum, en hann er sérsniðinn að þörfum félagasamtaka og húsfélaga. Komdu í næsta útibú og gakktu frá umsókn.

Kostir félagabankans eru ótvíræðir

 • Sjálfvirkt bókhald
 • Góð yfirsýn yfir stöðu húsfélagsins
 • Greiðsla reikninga
 • Skoða greiðslustöðu einstakra íbúða
 • Stofna og fella niður kröfur
 • Skipta um greiðanda

Eigin ráðgjafi

Húsfélagið  getur haft eigin ráðgjafa sem aðstoðar við fjármál húsfélagsins. Hann kemur málum í þægilegan farveg í upphafi og afgreiðir líka þau mál sem upp koma hverju sinni. Sendu tölvupóst á husfelag@islandsbanki.is til að komast í samband við ráðgjafa.

Innheimta

Innheimtuþjónusta Íslandsbanka tryggir hagræði við innheimtu krafna og dráttarvaxta sem sparar húsfélaginu bæði tíma og innheimtukostnað. Bankinn sér um að skrá kröfur, prenta greiðsluseðla, senda þá út og koma þeim til innheimtufyrirtækis í frekari innheimtu að beiðni gjaldkera gerist þess þörf. Mögulegt er að skoða yfirlit krafna í Félagabankanum.

Vantar þig aðstoð við útreikning?

Hér fyrir neðan eru reiknivélar sem hugsaðar eru sérstaklega fyrir húsfélög. Þar er hægt að reikna annars vegar út skiptingu sameiginlegs kostnaðar og hins vegar húsgjöld á mánuði niður á hverja íbúð.

Hagkvæm lán fyrir framkvæmdum

Húsfélaginu stendur til boða hagstæð framkvæmdalán til lengri eða skemmri tíma. Við aðstoðum við að finna réttu leiðina. Bankinn getur útbúið greiðsluáætlun fyrir hverja íbúð í samráði við húsfélagið. Þannig er hægt að fá betri yfirsýn yfir útgjöld hvers og eins.

Inngöngutilboð

Húsfélögum býðst ókeypis mánaðargjald fyrstu sex mánuðina. 

Smelltu hér til að skoða almenna verðskrá.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er að finna allar umsóknir og eyðublöð fyrir félaga- og húsfélagsþjónustuna.

Ef þig vantar frekari upplýsingar má senda fyrirspurn á husfelag@islandsbanki.is
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall