Innheimtuþjónusta

Skilvís, innheimtuþjónusta Íslandsbanka, tryggir hagstæða og skilvirka innheimtu á viðskiptakröfum sem sparar fyrirtækinu innheimtukostnað og tíma.

Kostir

  • Skilvirk innheimta sparar tíma og peninga
  • Mismunandi innheimtuferlar
  • Rafrænt ferli alla leið
  • Vanskilakröfur sendar rafrænt til innheimtufyrirtækis
  • Milliinnheimtufyrirtæki geta skilað innheimtufé beint inn á reikning viðskiptavinarins.
  • Greiðslustaða í rauntíma í fyrirtækjabanka Íslandsbanka

Fruminnheimta

Sveigjanlegt innheimtukerfi sem veitir kröfuhafa frelsi til að innheimta á marga mismunandi vegu. Hægt er að innheimta í öllum helstu myntum sem bankinn skráir. Hægt er að ráðstafa andvirði kröfunnar inn á fleiri en einn reikning sem er t.d. hentugt þegar kröfuhafi innheimtir virðisaukaskatt. Hægt er að leyfa innáborganir á kröfur og einnig er það sveigjanlegt hvort kröfuhafi óski eftir því að gjalddagar séu greiddir í réttri röð.

Milliinnheimta

Eftir eindaga tekur við milliinnheimtuferli. Kröfuhafi velur hvaða innheimtubréf hann lætur innheimtukerfið senda út og einnig ákvarðar hann hvenær þessi bréf eru send út. Hægt er að veita afslátt ef greitt er fyrir gjalddaga og einnig er það valkvætt hvort kerfið reiknar út dráttarvexti eða ekki.

Greiðslum skipt

Nú gefst kostur á því að skipta greiðslum sem greiddar eru eftir að krafa er farin til milliinnheimtu – þetta þýðir að andvirði kröfunnar, fyrir utan þann kostnað sem milliinnheimtufyrirtækið tekur, leggst beint inn á reikning kröfuhafa. Þessar kröfur lesast sem greiddar kröfur inn í bókhaldið, eins og aðrar kröfur og þar af leiðandi þarf kröfuhafi ekki að lesa þær sérstaklega inn af ytri vef innheimtufyrirtækisins.

Fyrirtækjabanki

Í fyrirtækjabankanum er hægt að sjá með einföldum hætti fjárhagslega stöðu fyrirtækisins, millifæra og greiða alla almenna reikninga, fylgjast með stöðu lána, innheimta viðskiptakröfur og fylgjast með þeim og eiga erlend viðskipti.

Vefþjónusta

Vefþjónusta Íslandsbanka er rafræn tenging fyrirtækjabankans og bókhaldskerfa. Með tengingunni einfaldast verulega vinna við tilfærslu gagna milli netbankans og bókhaldskerfanna auk þess sem upplýsingarnar eru örugglega réttar.

Valgreiðslur

Þegar verið er að innheimta frjáls framlög ber kröfueiganda að stofna slíkar kröfur sem valgreiðslukröfur. Það á við þegar ekki er verið að innheimta gjald fyrir vörusölu eða veitta þjónustu. Dæmi um valgreiðslur eru ýmis árgjöld hjá frjálsum félagasamtökum og happdrætti. Greiðandi valgreiðslukrafna getur fellt þær niður í sínum eigin netbanka eða falið þær.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall