Bílaleigutryggingar erlendis

Viðbótarábyrgðartrygging og kaskótrygging af bílaleigubíl erlendis.

Ákveðnum kortum fylgir trygging vegna leigu á bílum í útlöndum. Tryggingin veitir korthöfum sérstaka viðbótarábyrgðartryggingu (Supplementary Liability Insurance) og kaskótryggingu (Loss/Collision Damage Waver) vegna leigu á bíl. Grunnábyrgðartrygging (Mandatory/Statutory Liability Insurance) er ekki innifalin í kortatryggingu og því þarf að kaupa hana beint af bílaleigu.

Hjá VÍS er hægt að fá afhenta yfirlýsingu á ensku um tryggingavernd (Car Rental Insurance Information) þar sem fram koma upplýsingar um hvers konar tryggingu kreditkortið felur í sér, upplýsingar um fjárhæðir trygginga og vátryggjanda.
Gott er að hafa slíka yfirlýsingu við höndina þegar bíll er tekinn á leigu og/eða ef til tjóns kemur.

Korthafa ber að tilkynna tjón á bílaleigubíl skriflega til VÍS sem allra fyrst eftir heimkomu. Korthafa er velkomið að hringja í tjónaþjónustu VÍS í síma (00354) 560-5000 þurfi hann aðstoð við að tilkynna tjónið.

Íslandsbanki hf. ábyrgist ekki þau tilvik þegar bílaleigur hafna tryggingu kortsins. Korthöfum er bent á að kanna það fyrirfram áður en gengið er frá leigu og greiðslu hjá bílaleigu hvort trygging kortsins nægi.
 
Sjá nánar um bílaleigutryggingu á vef VÍS.
 

Spurt og svarað

Opna allt
 • Kaskótrygging USD 50.000***, (Loss/Collision Damage Waver, skammstöfunin LDW).
 • Viðbótarábyrgðatrygging USD 1.000.000, (Supplementary Liability Insurance, skammstöfunin LIS).

***eigin áhætta USD 200.

 • Að kortinu þínu fylgir örugglega bílaleigutrygging
  Kannaðu fríðindi kortsins áður en þú leigir bílaleigubíl.

 • Hvernig tekur bílaleigutryggingin gildi?
  Til að bílaleigutryggingin taki gildi verður að greiða fyrir bílaleigubílinn með kreditkorti sem inniheldur bílaleigutryggingu og gildir hún aðeins fyrir einn bílaleigubíl í einu.

 • Gildistími tryggingarinnar
  Bílaleigutryggingin gildir í hámark 31 dag í einu. Korthafi þarf að gera nýjan bílaleigusamning við bílaleiguna að þeim tíma liðnum. Ekki er nægjanlegt að skipta um bíl.

 • Athugið að það þarf alltaf að kaupa grunnábyrgðatryggingu
  Grunnábyrgðatrygging heitir á ensku Mandatory/Statutory Liability Insurance. Grunnábyrgðatryggingin fylgir ekki sjálfkrafa bílaleigubílnum og er ekki hluti af bílaleigutryggingunni í kreditkortinu.

  Til þess að viðbótarábyrgðartryggingin í kreditkortinu gildi þá þarf grunnábyrgðartrygging að vera keypt af bílaleigunni og korthafi þarf að hafna viðbótarábyrgðartryggingu hjá bílaleigunni.

 • Hverjir falla undir trygginguna?
  Ökumenn bílaleigubíls sem falla undir bílaleigutrygginguna eru korthafi og þeir sem eru tengdir honum s.s. maki, sambýlismaki, börn, foreldrar, tengdaforeldrar, systkini, viðskiptavinur og samstarfsmaður . Skrá þarf alla vátryggða ökumenn í bílaleigusamninginn og skal sá þeirra sem fyrstur er tilgreindur vera handhafi kortsins.
 • Ef um slys á fólki er að ræða hafið samband við SOS (sjá nánari upplýsingar á tjónasíðum).
 • Mikilvægt er að tilkynna tjón vegna bílaleigubíla erlendis skriflega til VÍS sem allra fyrst eftir að heim er komið til þess að tryggja að bótaréttur glatist ekki. 

  Mikilvægt að öll nauðsynleg fylgigögn fylgi með tjónstilkynningunni svo við getum hafið vinnslu við afgreiðslu tjónsins:

  • Eintak af leigusamningi 
  • Eintak af greiðslukvittun vegna bílaleigubíls (ef hún er ekki á leigusamningi)
  • Eintak af skýrslu löggæsluaðila / lögreglu (ef við á), nemi skemmdir / tjón hærri upphæð en 50,00 GBP
  • Eintak leigutaka af skýrslu bílaleigu um tjón af völdum slyssins 
  • Reikningar, kvittanir og önnur skjöl sem staðfesta þá upphæð sem þú hefur greitt varðandi slys / óhapp /skemmdir / tjón o.s.frv. eða þá upphæð sem bílaleigan gerir þig ábyrgan fyrir 
  • Önnur gögn er varða tjónið 
  • Afrit af ökuskírteini
 • Við mælum með...
 • Þegar tjón er tilkynnt til bílaleigunnar er gott að verða sér út um tengilið hjá bílaleigunni og fá uppgefið símanúmer og netfang ef leita þarf eftir frekari upplýsingum frá leigunni.

 • Uppgjör tjóns
 • Venjan er sú  að korthafi leggur sjálfur út fyrir tjóninu og fær síðan endurgreitt frá VÍS þegar öll nauðsynleg gögn liggja fyrir og bótaskylda hefur verið staðfest.

  Nánari upplýsingar má lesa í skilmálum kreditkortanna

 • Ef um alvarleg slys eða bráð veikindi er að ræða bendum við þér á að hafa beint samband við SOS neyðarþjónustuna:
 • Samskipti við SOS
  SOS International A/S • Nitivej 6 • DK-2000 Frederiksberg • Denmark
  Sími +45 7010 5050 • Fax +45 7010 5056 Telex 15124 SOS DK • Telegram SOSINTER • sos@sos.dkwww.sos.dk

  SOS í USA (GMMI - Globel Medical Management)
  • Sími: +1 888 257 7338
  • Fax 1: 00 1 954 437 08130
  • Fax 2: 00 1 954 370 08613

  Einnig er hægt að hafa samband við VÍS í síma (00354) 560-5000, neyðarsíma MasterCard (00354) 533 1400 og neyðarsíma VISA (00354) 525 2000.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall