Bankaábyrgðir

Með ábyrgðum er verið að greiða fyrir viðskiptum milli tveggja eða fleiri aðila með annars vegar fjármögnunarhlutverki og hins vegar tryggingarhlutverki.

Kostir

  • Ráðgjöf um erlendar og innlendar bankaábyrgðir
  • Tryggir hagsmuni kaupanda og seljanda
  • Þjónar bæði fjármögnunar- og tryggingahlutverki
  • Megin flokkar eru skjalaábyrgðir og greiðsluábyrgðir

Skjalaábyrgðir

Skjalaábyrgðir (Letter of Credit) eru alltaf gerðar með milligöngu tveggja eða fleiri banka. Til þess að skjalaábyrgð verði virk þarf seljandi vöru að framvísa skjölum, oft reikningum og farmbréfi, til Íslandsbanka.

Greiðsluábyrgðir (Guarantees)

Óafturkallanleg skuldbinding banka á greiðslu til ábyrgðarþega. Slíka ábyrgð þarf ekki að opna með milligöngu annars banka. Greiðsluábyrgðir eru oftast opnaðar beint til ábyrgðarþega.

Þær gegna fyrst og fremst tryggingarhlutverki vegna ýmissa viðskipta, svo sem erlendra lána, leigugreiðslna, útboða, framkvæmda og vörukaupa. Meðal greiðsluábyrgða má nefna fiskmarkaðsábyrgðir, verkábyrgðir, húsaleiguábyrgðir og fleira.

Útflutningsábyrgðir

Útflutningsábyrgð (Export Documentary Credits) er trygging fyrir greiðslu í útflutningi, að uppfylltum skilyrðum ábyrgðarinnar. Þar sem ábyrgðir verða ávallt að falla að raunverulegum viðskiptasamningum er ekki hægt að gefa fullkomna uppskrift fyrir ábyrgðum. Útflytjendum er því bent á að láta kaupendur vita um öll fyrirmæli og skilyrði sem ábyrgðin þarf að innihalda.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall