Faktoring

Með Faktoring gefst fyrirtæki þínu kostur á að fjármagna safn viðskiptakrafna sem sparar innheimtukostnað og tíma. Þannig færð þú hagkvæma fjármögnun, skilvirka þjónustu og góða yfirsýn yfir viðskiptamannabókhaldið. Í Faktoring nýtur þú innheimtuþjónustu okkar sem tryggir skilvirka innheimtu á viðskiptakröfum. Við sjáum um allar kröfurnar þínar og aðstoðum þig við innheimtu á þeim, jafnvel þótt ekki sé lánað út á þær allar.

Hvernig virkar Faktoring og fyrir hverja er þjónustan?

Í Faktoring felst að fyrirtækið notar Skilvís, innheimtuþjónustu Íslandsbanka, til að senda út innheimtukröfur og fær lán út á það safn krafna sem er til staðar hverju sinni. Faktoring hentar öllum tegundum fyrirtækja sem selja vörur eða þjónustu gegn gjaldfresti.

Kostir þjónustunnar:

  • Lán út á safn krafna
  • Rafrænt ferli alla leið
  • Innheimtubréf send í samráði við kröfuhafa
  • Mismunandi innheimtuferlar
  • Vanskilakröfur sendar rafrænt til milliinnheimtufyrirtækis
  • Milliinnheimtufyrirtæki ráðstafa greiðslum beint inn á reikning kröfuhafa
  • Persónuleg ráðgjöf og skilvirk þjónusta

 

Við tökum vel á móti þér

Margrét Þorsteinsdóttir

Sérfræðingur

Sími:
440 4722

faktoring @
islandsbanki.is

Ekki hika við að hafa samband ef þig vantar nánari upplýsingar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall