Langtímafjármögnun

Íslandsbanki býður upp á fjölbreyttar leiðir í langtímafjármögnun.

Langtímafjármögnun - leiðir í boði

 • Bein lánveiting
 • Verkefnisfjármögnun
 • Fjármögnun á markaði
 • Sambankalán

Bein lánveiting

 • Verðtryggð og óverðtryggð lán, ýmist með breytilegum eða föstum vöxtum
 • Lánstími og skilmálar lána ráðast af eðli og stærð þess rekstrar sem á í hlut
 • Lánstími í samhengi við endingartíma fjárfestingar

Verkefnisfjármögnun

 • Fjármögnun á fjárfestingarverkefni þar sem áhætta hluthafa er takmörkuð að einhverju eða öllu leyti
 • Yfirleitt mjög stór verkefni þar sem lánveitendur líta fyrst og fremst til sjóðsstreymis fjárfestingarinnar
 • Aðferðafræði við verkefnisfjármögnun krefst þess að farið sé mjög ítarlega í líkanagerð, samninga og allar forsendur verkefnisins með það fyrir augum að meta áhættu og deila henni milli aðila verkefnisins
 • Allir samningar er varða framkvæmdir, rekstur, tekjur og gjöld verkefnisins, tengjast lánssamningnum

Fjármögnun á markaði

 • Verðbréfaútgáfa, í formi hlutabréfa og skuldabréfa, hentar sem langtímafjármögnun fyrir stærri fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir
 • Íslandsbanki veitir faglega ráðgjöf og þjónustu við útgáfu, sölu og skráningu verðbréfa
 • Miklu skiptir að vel sé að málum staðið því bæði er um fjárhagslega og ímyndarlega hagsmuni að ræða fyrir fyrirtækið og hluthafa þess
 • Íslandsbanki sér um alla skráningu, t.d.:
  • Aðstoð við verðmat
  • Ráðgjöf um sölufyrirkomulag
  • Útgáfa á hluta- og skuldabréfum
  • Sölutrygging
  • Gerð útboðs- og skráningarlýsinga

Sambankalán

Sambankalán eru eingöngu fyrir stór fyrirtæki og fela í sér þátttöku tveggja eða fleiri lánveitenda.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall