First North – Markaðstorg fjármálagerninga

First North er markaðstorg fjármálagerninga í lagalegum skilningi. Fjölbreyttur ávinningur felst í skráningu félags á First North markaðinn.

Íslandsbanki er viðurkenndur ráðgjafi (e. Certified Advisor) á First North og aðstoðar félög við skráningarferlið.

Einfaldari reglur og minni kostnaður

 • Á markaðstorgi fjármálagerninga (First North) eru minni kröfur gerðar til rekstrarsögu, markaðsvirðis, dreifingar eignarhalds og lágmarksmarkaðsvirðis en á Aðalmarkaði.
 • Torgið er sniðið að þörfum smærri, vaxandi félaga og getur verið góður undirbúningur fyrir skráð umhverfi með skráningu á Aðallista í huga, en getur líka hentað stærri félögum.
 • Með því að skrá félag á First North er hægt að njóta kosta sem fylgja skráningu í kauphöll með einfaldari reglum og minni kostnaði.
 • Notast er við sama viðskiptakerfi fyrir báða markaði og þeir eru gerðir upp með sama hætti.

Margvíslegur ávinningur felst í því fyrir fyrirtæki að vera skráð á First North markaðinn

Aukinn seljanleiki hlutabréfa

 • Viðskipti með skráð hlutabréf almennt greiðari en óskráð; bréfin öðlast ákveðið markaðsvirði.

Fjármögnun

 • Fjármögnunarkostum fjölgar og fjármögnunarkostnaður getur minnkað, t.a.m. ætti fjármögnun með aukningu hlutafjár að verða auðveldari.

Gæðastimpill

 • Gagnsæi og viðvarandi eftirlit getur styrkt félagið og aukið traust í samskiptum við viðskiptavini, birgja, fjárfesta, lánveitendur og starfsmenn.

Sýnileiki

 • Aukin eftirtekt og kynning á félaginu samfara og eftir skráningu, bein áhrif á markaðssetningu.

Ytri vöxtur

 • Hægt að nýta hlutabréf sem gjaldmiðil við samruna eða kaup, sterkari staða við slíka gjörninga þar sem hlutabréfin hafa ákveðið markaðsvirði eftir skráningu. Það getur reynst aðlaðandi kostur fyrir seljendur að fá greitt að hluta til með skráðu hlutafé og fá þannig tækifæri til að njóta samlegðaráhrifa og virðisaukningar.

Hvatakerfi

 • Auðveldari uppsetning kaupréttakerfa og einföldun á hlutabréfaviðskiptum starfsmanna skapar félaginu einnig forskot við starfsmannaöflun.

Hagur eigenda

 • Til viðbótar við aukið virði hlutafjár sem yfirleitt er afleiðing skráningar á markað getur skráning skapað eigendum tækifæri til að minnka eignarhlut sinn og endurheimta hluta fjárfestingar sinnar, án þess að tapa stjórn félagsins.

Skráningarferlið

Ef skrá á félag á First North markaðinn þarf að gera samning við viðurkenndan ráðgjafa (e. Certified Adviser). Íslandsbanki er viðurkenndur ráðgjafi. Viðurkenndi ráðgjafinn leiðir félagið í gegnum skráningarferlið og gengur úr skugga um að það uppfylli allar reglur sem gilda um félög skráð á First North markaðnum.

Hafðu samband

Ráðgjafar okkar veita ítarlegri upplýsingar um First North markaðinn og skráningarferlið.

Ellert Hlöðversson

Verkefnastjóri

ellert.hlodversson @
islandsbanki.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall