Kaup og sala fyrirtækja

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka aðstoðar einstaklinga og fyrirtæki við: 

 • Kaup og sölu á fyrirtækjum
 • Yfirtökur og samruna
 • Sölu á eignum
 • Sameiningar og aðrar eignarhaldstengdar breytingar

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur komið að fjölda fjármálaverkefna á Íslandi í gegnum tíðina og hefur bæði getu og þekkingu til að takast á við þau verkefni sem þarf að vinna í tengslum við hvers kyns eignarhaldstengdar breytingar eða endurskipulagningu. Fyrirtækjaráðgjöf hefur náð sterkri stöðu á markaði og sýnt árangur af verkefnum.

Starfsmenn fyrirtækjaráðgjafar hafa góð tengsl við fjárfesta auk þess að hafa starfað með breiðum hópi fjárfesta bæði hér heima og erlendis.

Sala fyrirtækja

Virðisaukandi þjónusta við sölu fyrirtækja 

 • Mismunandi leiðir að markmiði
 • Söluferli þarf að laga að aðstæðum hverju sinni
 • Nauðsynlegt að tryggja trúverðugleika og gegnsæi

Mikilvægur þáttur í sölu fyrirtækis og vinnu fyrirtækjaráðgjafar er að setja upp fjárhagsskipan félags og vinna með nýjum eigendum að fjármögnun kaupa. Minna framboð af fjármagni og hár fjármagnskostnaður hefur leitt til þess að reynsla af fjármögnun viðskipta og tengsl við fjárfesta og fjármögnunaraðila er enn mikilvægari en áður. 

Nauðsynlegt getur verið að laga söluferli að stæðum til þess að hámarka verð í viðskiptum. Þannig má velja opið og gegnsætt söluferli, lokað söluferli sem aðeins er auglýst í upphafi ferlisins eða samningaviðræður við afmarkaðan hóp fjárfesta. Þó er mikilvægt að tryggja trúverðugleika og gegnsæi að því marki sem hægt er. 

Helstu leiðir við sölu fyrirtækja

LeiðirHelstu einkenniKostirGallar
Opið söluferliFréttatilkynningar sendar út í gegnum allt ferlið um framgang mála, s.s. fjölda þátttakenda, fjölda tilboða og hverjum er boðin áframhaldandi þátttaka í ferlinu. Ferlið fyrirfram ákveðið og tímalína ljós í upphafiHafið yfir allan vafa hvað varðar gagnsæi og möguleika fjárfesta í þátttökuGetur skaðað félagið vegna þeirrar umræðu sem skapast í kringum söluferlið og óvissu um eignarhald. Viðskiptavinir, birgjar og starfsmenn ókyrrast, samkeppnisaðilar sjá sér leik á borði og sækja á viðskiptavini félagsins. Getur fælt frá fjárfesta, sem kæra sig ekki um þá umfjöllun sem getur skapast í kringum þátttöku í söluferlinu.
Lokað söluferli með auglýsingu í upphafi ferilsAuglýst við upphaf og lok ferlisins og ekki föst tímalína sem unnið er eftirAllir áhugasamir fjárfestar hafa möguleika á þátttöku. Minni fjölmiðlaumfjöllun en í opnu söluferli. Minni röskun á starfsemi félagsinsNeikvæð gagnrýni fyrirsjáanleg vegna kröfu um gegnsæi.
Samningaviðræður við afmarkaðan hóp fjárfestaHaft samband við afmarkaðan hóp fjárfesta sem taldir eru líklegir til þess að hafa áhuga ásamt því að hafa nægjanlegan fjárhagslegan styrkLágmarks röskun á starfsemi félagsins. Engin fjölmiðlaumfjöllunNeikvæð gagnrýni fyrirsjáanleg vegna kröfu um gagnsæi. Hætta á að ekki sé haft samband við fjárfesta sem gætu haft áhuga á félaginu

Verkefnastjórnun

Vel skipulagt söluferli tryggir árangur

 • Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka stýrir verkefnum og veitir viðskiptavinum umfangsmikla ráðgjöf
 • Öflug samvinna í öllum fösum söluferlis tryggir hámarks árangur

Markviss verkefnastjórnun er nauðsynleg til þess að söluferli gangi hnökralaust fyrir sig. Verkefnastjórnun í upphafs- og lokafösum eru ekki síður mikilvæg en verkstýring í söluferlinu sjálfu.

Skipta má ferlinu upp í þrjá fasa. Í fyrsta fasa fer meðal annars fram gagnaöflun og greining á félaginu þar sem unnið er náið með stjórnendum að verðmati og gerð kynningarefnis. Í næsta fasa er söluferli sett af stað og sér ráðgjöfin um allt utanumhald á meðan á því stendur, þar með talin samskipti við hagsmunaaðila auk þess sem útbúin er ítarleg kynningaráætlun í tengslum við ferlið. Þriðji fasi snýr að fjármögnun, samninga- og skjalagerð og að sjálfsögðu frágangi viðskipta.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka tekur að sér verkstjórn í öllum fösum söluferla og fylgir þannig verkefnunum frá upphafi til enda.

Fasi I Undirbúningur

 • Greiningarvinna
 • Verðmat
 • Kynningar
 • Lýsingar
 • Heimasíða
 • Önnur skjalagerð

Fasi II Söluferli

 • Fjárfestasöfnun
 • Umsjón með almannatengslum
 • Umsjón með söluferli
 • Umsjón með áreiðanleikakönnun / gagnaherbergjum

Fasi III Frágangur viðskipta

 • Fjármögnun
 • Samningagerð
 • Skjalagerð
 • Frágangur viðskipta
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall