Skuldabréf

Áhugaverður valkostur í fjármögnun fyrirtækja

Skuldabréf gefa fyrirtækjum tækifæri til þess að auka á fjölbreytni í fjármögnun og minnka hæði gagnvart bönkum.

  • Oft er hægt að endurfjármagna eldri bankalán á betri kjörum en almennt eru í boði hjá bönkum.
  • Hægt að festa vexti í lengri tíma (allt að 30 ár) en almennt er hægt með bankalánum (3-5 ár).
  • Aukin stjórn á eigin fjármögnun enda er það útgefandinn sjálfur sem hefur lokaorðið varðandi skilmálana.
  • Bankar leggja almennt nokkuð ríkar kvaðir á lántaka sína sem þurfa jafnframt að undirgangast umfangsmikla skilmála.

Með útgáfu skuldabréfs sýnir félag fram á aðgengi að fjármagni óháð aðkomu banka. Útgáfa getur þannig veitt félaginu skjól, til dæmis ef breytingar verða á rekstrarumhverfi banka. Hún rennir þannig styrkari stoðum undir fjármögnun félags til lengri tíma, enda er hægt að að haga útgáfu þannig að skuldabréf veiti vörn gegn verðbólgu og gengisáhrifum.

Núverandi viðskiptaumhverfi hefur upp á takmarkaða fjárfestingarkosti að bjóða og skuldabréfaútgáfur áhugaverð vara í augum fjárfesta.

Hafa samband

Sérfræðingar Fyrirtækjaráðgjafar í öllu sem við kemur útgáfu skuldabréfa eru: 

Ellert Hlöðversson

Verkefnastjóri

ellert.hlodversson @
islandsbanki.is

Sigrún Hjartardóttir

Verkefnastjóri

sigrun.hjartardottir @
islandsbanki.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall