Samningar og gögn við upphaf viðskipta

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um helstu samninga og gögn sem þarf að skila inn til Markaða til að stofna til viðskiptasambands. Gögnin eru aðgengileg hjá starfsfólki Markaða.

Samningur um viðskipti með fjármálagerninga

 • Grundvöllur þess að geta átt viðskipti með fjármálagerninga og varslað verðbréf hjá Íslandsbanka.
 • Samningur byggir á almennum skilmálum Íslandsbanka vegna viðskipta með fjármálagerninga, sjá: www.islandsbanki.is/fjarfestavernd.
 • Samningur skal undirritaður af stjórn lögaðila.

Samningur um afleiðuviðskipti

 • Grundvöllur þess að geta átt viðskipti með afleiður hjá Íslandsbanka hf.
 • Samningur byggir á almennum skilmálum Íslandsbanka vegna viðskipta með fjármálagerninga, sjá: www.islandsbanki.is/fjarfestavernd.
 • Samningur skal undirritaður af stjórn lögaðila.

Umboð lögaðila

 • Ef um lögaðila er að ræða þarf stjórn félags að veita starfsmanni/starfsmönnum umboð til að framfylgja samningum. Hakað skal við þá samninga sem umboðið á að ná til.
 • Umboð skal undirritað af stjórn.

Umsókn um að teljast fagfjárfestir

 • Óski almennur fjárfestir eftir því að gerast fagfjárfestir er nauðsynlegt að skila inn umsókn um að teljast fagfjárfestir, þar sem ítarlega er gert grein fyrir þekkingu og reynslu.
 • Umsókn skal undirrituð af fjárfesti.

Áreiðanleikakönnun

 • Fyrirtæki sem ekki eru skráð á markað þurfa að svara áreiðanleikakönnun um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
 • Áreiðanleikakönnun skal undirrituð af fjárfesti.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall