Afleiður til áhættustýringar

Íslandsbanki býður fyrirtækjum ýmsar lausnir til þess að draga úr áhættu í rekstri.

Framvirkir samningar

Gengishreyfingar geta haft töluverð áhrif á rekstur fyrirtækja. Framvirkir samningar henta fyrirtækjum sem eru með tekjur í einni mynt en gjöld í annarri. Með því að selja tekjumyntina framvirkt má draga úr óvissu vegna gengishreyfinga fram að þeim tíma sem gjöldin eru greidd.

Gjaldmiðlaskiptasamningar

Gjaldmiðlaskiptasamningar eru hentugt tæki til lausafjárstýringar þar sem skipst er á höfuðstól í mismunandi myntum í upphafi samnings og svo aftur við lok samningstíma. Slíkir samningar geta hentað þegar fyrirtæki á nægt laust fé í einni mynt en vantar aðra mynt. Samningarnir hafa þó ekki áhrif á gjaldeyrisójöfnuð. 

Fyrirtæki sem hefur meiri erlendar skuldir en eignir og engar erlendar tekjur getur lágmarkað gjaldeyrisáhættu með því að gera gjaldmiðlaskiptasamning. Þá er einungis skipst á höfuðstólum í lok samnings, sem dregur úr gjaldeyrisójöfnuði. Slíkur samningur er sambærilegur við langan framvirkan samning, nema að því leyti að vaxtagreiðslur eiga sér stað á samningstíma. 

Þegar íslensk króna er önnur samningsmyntin þarf undanþágu frá Seðlabanka Íslands. Sérfræðingar Gjaldeyrismiðlunar Íslandsbanka veita ráðgjöf og aðstoð við umsókn undanþágunnar.

Vaxtaskiptasamningar

Vaxtaskiptasamningar henta fyrirtækjum sem vilja verja sig gegn hækkun vaxta. Með því að draga úr óvissu vegna vaxtabreytinga getur fyrirtækið einbeitt sér að sínum rekstri. Hægt er að velja milli þess að festa óverðtryggða eða verðtryggða vexti í íslenskum krónum.

Erlendar skuldir fyrirtækja eru alla jafna á breytilegum vöxtum. Vaxtaskiptasamningar nýtast þeim sem vilja festa vexti í erlendum myntum.

Starfsmenn Íslandsbanka þjónusta þig með ánægju og veita frekari upplýsingar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall