Netlaunaseðlar

Með netlaunaseðlum skrá fyrirtæki launaupplýsingar til birtingar í netbönkum starfsmanna. Með þessu móti liggja engar trúnaðarupplýsingar á víðavangi og fyrirtæki spara dýrmætan tíma og peninga. Viðskiptavinur þarf að láta virkja þjónustuna í viðskiptaútibúi sínu.

Kostir

 • Launaseðlar sendir í netbanka starfsmanna, óháð viðskiptabanka þeirra
 • Upplýsingar sendar beint úr bókhaldskerfi í gegnum fyrirtækjabankann
 • Aukið öryggi upplýsinga
 • Yfirlit launaseðla aftur í tímann varðveitast í netbanka starfsmannsins
 • Minni vinna og kostnaður vegna prentunar og dreifingar

Nánar um netlaunaseðla

 • Fyrirtæki senda launaupplýsingar til Íslandsbanka sem gerir þessar upplýsingar aðgengilegar fyrir starfsmenn fyrirtækja í þeirra eigin netbönkum
 • Nokkur stærstu fyrirtæki landsins eru þegar að nýta þjónustuna
 • Starfsmenn fyrirtækja geta verið í viðskiptum í hvaða banka eða sparisjóði sem er og notið þjónustunnar
 • Birtist undir Yfirlit > Netyfirlit í netbönkum einstaklinga
 • Senda má fyrirspurnir á fyrirtækjafulltrúa Íslandsbanka eða á fyrirtaeki@islandsbanki.is 

Kostir þjónustunnar

 • Fyrirtæki sparar pappír og umslög
 • Fyrirtæki sparar vinnu við prentun,dreifingu og upplýsingagjöf
 • Launþegar hafa aðgang að yfirliti launaseðla aftur í tímann
 • Launaupplýsingar rata örugglega á réttan stað

Hvernig virkar tæknilega hliðin?

 • Bókhaldskerfi fyrirtækja senda inn launaskrá til Íslandsbanka í gegnum fyrirtækjabankann
 • Íslandsbanki sendir upplýsingarnar til Reiknistofu bankanna
 • Netbankar starfsmanna lesa þessar upplýsingar frá Reiknistofu bankanna
 • Starfsmenn nálgast launaseðla sína í netbankanum  (viðskiptavinir þurfa ekki að vera viðskiptavinir Íslandsbanka)

Hvað þarf fyrirtæki að gera?

 • Í upphafi þarf fyrirtæki að hafa samband við sinn fyrirtækjaráðgjafa hjá Íslandsbanka
 • Fyrirtækið skrifar undir samning og er skráð í þjónustuna
 • Netlaunaseðlar eru sendir beint úr bókhaldskerfinu til Reiknistofunnar í gegnum fyrirtækjabankann undir Yfirlit > Rafræn skjöl > Senda inn rafræn skjöl.
 • Ef fyritæki er með vefþjónustu sendir launafulltrúi launaseðlana í gegn um hana.

Öryggi

 • Upplýsingarnar eru einungis aðgengilegar inni í netbanka starfsmanns og hann einn getur séð launaseðilinn sinn
 • Mannshöndin kemur aldrei nálægt þeim þar sem þær flæða beint úr launakerfi í Reiknistofu bankanna og síðan inn í netbanka viðkomandi
 • Launaseðlarnir birtast í netbanka sem er skráður á kennitölu launþega
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall