Stöðuyfirlit og greiðslur

Allar færslur og framkvæmdar greiðslur eru aðgengilegar í fyrirtækjabanka. Mögulegt er að prenta yfirlit reikninga, greiðslukorta og framkvæmdra greiðslna. Auðvelt að millifæra og greiða reikninga, jafnt stakar greiðslur eða safna þeim í greiðsluskrá til greiðslu í einu lagi. Greiðsluskrár er bæði hægt að handskrá og sækja úr bókhaldskerfum.

Stöðuyfirlit

Notendur hafa greinargóðar upplýsingar um stöður mismunandi reikninga, skuldabréfa og kreditkorta. Upplýsingar í stöðuyfirliti miðast við stöðuna eins og hún var við lok síðasta virka bankadags. Þó geta viðskiptavinir séð raunstöðu bankareikninga eins og hægt er í núverandi stöðuyfirliti og margir nýta sér.

Einnig geta notendur sótt þá ógreiddu reikninga sem skráðir eru á fyrirtækið í bankakerfinu á einfaldan hátt og greitt þá án nokkurs innsláttar.

Aðgerðir

  • Aðgangsstjóri getur gert aðgerðir sýnilegar milli notenda
  • Skoða greiðslusögu og prenta út kvittanir
  • Millifæra og greiða alla almenna reikninga
  • Greiða margar greiðslur í einu með greiðsluskrá
  • Nota áður framkvæmdar greiðsluskrár aftur
  • Nota greiðsluskrár úr bókhaldskerfum
  • Greiða ógreidda reikninga án nokkurs innsláttar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall