Vefþjónusta

Vefþjónusta Íslandsbanka er rafræn tenging Fyrirtækjabankans og bókhaldskerfa. Með tengingunni einfaldast verulega vinna við tilfærslu gagna milli Fyrirtækjabankans og bókhaldskerfanna auk þess sem upplýsingarnar eru örugglega réttar.

Rafræn skilríki

Íslandsbanki er í samstarfi við Auðkenni um notkun á rafrænum skilríkjum í fjárhagslegum aðgerðum og er nauðsynlegt að hafa slík skilríki til að nýta vefþjónustu bankans. Íslandsbanki sér um að útvega skilríkin ásamt smartkortalesara og hugbúnaði fyrir Windows.
Reglulega þarf Íslandsbanki að uppfæra rótarskilríki bankans í vefþjónustunni. Það hefur þær afleiðingar að hugbúnaðarhúsin sem sjá um bókhaldskerfi fyrir fyrirtækin þurfa að breyta vísunum hjá sér.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um uppfærslu á rótarskilríkjum er að finna hér

Kostir

 • Rafrænn flutningur gagna tryggir að upplýsingar flytjast örugglega rétt milli kerfa
 • Samtímaupplýsingar um fjárhagsstöðu fyrirtækisins aðgengilegar beint í bókhaldskerfi
 • Aðgerðatími og vinnuferlar styttast.
 • Einfaldara bókunar- og staðfestingarferli.
 • Betri nýting starfsfólks, hagkvæmari tímaráðstöfun, aukin afköst.
 • Með fullnýttum sjálfvirkniaðgerðum má bæta fjárstreymi fyrirtækisins.

Tenging við allar megin aðgerðir Fyrirtækjabankans

Viðskiptakröfur

 • Stofna kröfur
 • Endurvekja kröfur
 • Fella kröfur
 • Breyta kröfum
 • Stofna og sækja kröfubunka
 • Sækja yfirlit yfir greiddar og ógreiddar kröfur

Milliinnheimta

 • Breyta kröfu
 • Fella kröfu
 • Skila kröfu aftur til kröfuhafa
 • Sækja einstakar eða allar kröfur
 • Sækja einstakar eða allar greiðslur

Beingreiðslur

 • Sækja beingreiðslubeiðnir
 • Beingreiðsluhreyfingar
 • Endurvekja kröfu

Innlendar greiðslur

 • Skrá, stofna, sækja og greiða greiðslubunka
 • Sækja ógreidda reikninga
 • Millifæra

Yfirlit bankareikninga

 • Sækja reikningsyfirlit
 • Sækja gengi

Erlendar greiðslur

 • Skrá erlendar greiðslur
 • Sækja gengi fyrir bunka
 • Staðfesta erlendar greiðslur
 • Sækja svar fyrir erlendar greiðslur

Innsending rafrænna skjala í birtingarkerfi bankanna

 • Senda inn skrá

Undirbúningur fyrir uppsetningu

Áður en hafist er handa við að koma á vefþjónustutengingu við Íslandsbanka þarf að ganga frá nokkrum mikilvægum atriðum.

 • Gera þarf samning um rafræna birtingu gagna við bankann
 • Hugbúnaðarhús þarf að sækja um aðgang að prófunarumhverfi bankans
 • Bankinn þarf að úthluta prófunargögn
 • Sækja þarf um rafræn skilríki til Auðkennis ef útfæra á fjárhagslegar aðgerðir

Tæknileg útfærsla

Vefþjónusta Íslandsbanka byggir á SOAP staðlinum sem er alþjóðlegur staðall og býður lausn til að skiptast á upplýsingum um dreifða gagnavinnslu. SOAP er byggt á XML og eru skeytin

 • Samskiptin eiga sér stað með XML skeytasendingum í rauntíma.
 • Öll samskipti eru yfir HTTPS (SSL 128 bita).
 • Vefþjónusta Íslandsbanka er tvíþætt, annars vegar er þjónusta er tekur á þeirri þjónustu sem er sértæk hjá Íslandsbanka og hins vegar sambankaþjónustan (e. Icelandic Online Banking Web Services) sem byrjað var að nota 2007.

Tengingin byggir á XML skráaflutningi um sérstaka tengingu og sjá hugbúnaðarhúsin um að tengja kerfin saman. Upplýsingarnar flæða milli bankans og bókhaldskerfisins með sambærilegum hætti og er gert þegar skrár eru fluttar handvirkt úr bókhaldskerfum og yfir í Fyrirtækjabankann, en tölvan gerir það án aðstoðar mannlegrar handar. Öll samskiptin eru dulkóðuð til að tryggja að óviðkomandi aðilar geti ekki séð hvaða gögn flæða þar á milli.

Leiðbeiningar og ráðgjöf

Handbækur fyrir hugbúnaðarhús eru aðgengileg hjá bankanum og að auki hafa notendur sérstaka tengiliði í hjá tækniþjónustu bankans. Ráðgjöfin er gjaldfrjáls.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall