Skýrsla um íslenskan sjávarútveg

Sjávarútvegur hefur verið ein af mikilvægustu atvinnugreinunum á Íslandi frá upphafi Íslandsbyggðar. Ástæðan er sú að einhver gjöfulustu veiðimið í Norður-Atlantshafi eru í íslenskri lögsögu. Ef horft er til núverandi fjárfestinga og nýsköpunar í greininni þá er ljóst að sjávarútvegur mun áfram gegna veigamiklu hlutverki í íslensku efnahagslífi um ókomin ár.

Íslandsbanki hefur allar götur síðan árið 2003 gefið út skýrslur þar sem reynt er að gera íslenskum sjávarútvegi góð skil. Skýrslunum er ætlað að gefa bæði innlendum og erlendum aðilum innsýn í stöðu greinarinnar hverju sinni og þróun hennar síðastliðinna ára og hafa þær því verið gefnar út bæði á íslensku og ensku. Að þessu sinni bætist við umfjöllun um vinnumarkaðinn, þróun olíuverðs og gengisvísitölu íslensku krónunnar.

Upptaka frá fundi

Fimmtudaginn 26. nóvember var haldinn kynningarfundur um skýrsluna í nýju útibúi bankans á Granda.

Framsögumaður var Runólfur Geir Benediktsson forstöðumaður Sjávarútvegs og erlendra lánveitinga hjá Íslandsbanka. Umræðum stýrði Freyja Önundardóttir. formaður Kvenna í Sjávarútvegi og útgerðarstjóri Önundar.

Skemmtilegar staðreyndir úr skýrslunni

Helstu niðurstöður:

 • Hvert starf í sjávarútvegi skilar um þessar mundir rúmlega tvisvar sinnum meiri verðmætum en á árinu 1997 mælt á föstu verði.
 • Hagnaður sjávarútvegsfélaga nam 43 mö. kr. á árinu 2014 og dróst saman um 12 ma. kr. eða 22% frá fyrra ári. Samdrátturinn skýrist að mestu leyti vegna lækkunar á fjármagnsliðum sem nam um 9,9 mö. kr.
 • Fjárfestingar á árinu 2014 jukust um 145% frá fyrra ári og námu um 27 mö.kr. Til samanburðar nam meðalfjárfesting á ári síðastliðinn áratug um 8 mö. kr. Námu fjárfestingar sem hlutfall af EBITDA 44% og jókst það hlutfall um 26 prósentustig á milli ára.
 • Heildarafli ársins 2014 nam um 1.082 tonnum og var 285 þús. tonnum minni en á árinu 2013.
 • Loðnuaflinn dróst saman um 342 þús. tonn á árinu 2014 eða um 75,3% frá fyrra ári.
 • Mest veiddist af þorski eða um 240 þúsund tonn sem nemur um 22% af heildaraflanum. 
 • Mestu verðmætin eru í botnfiskaflanum sem nam 39% alls afla á árinu 2014 í magni talið en skilaði engu að síður 68% af heildarverðmætum aflans.
 • Mestu útflutningsverðmæti ársins 2014 voru í þorski eða 89,6 ma. kr. eða um 37% af heildarútflutningsverðmætum.
 • Mestu verðmætin fara til Bretlands eða 40,6 ma. kr. eða um 17% af heildarverðmætum útfluttra sjávarafurða. Næst kemur Rússland en þangað voru fluttar sjávarafurðir fyrir um 24 ma. kr. eða um 10% af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða.
 • Ferskar afurðir drógust saman um 47% í magni frá árinu 2000 en verðmæti þeirra afurða jukust um 94% yfir sama tímabil. Skila ferskar afurðir nú mestu verðmætum allra afurðaflokka á hvert tonn.
 • Í fyrsta skipti síðan árið 2006 er lax stærsta eldistegundin á Íslandi en 3.965 tonnum var slátrað af laxi árið 2014 sem er um 900 tonna aukning á milli ára.

Langar þig að vita meira? Náðu þér í eintak af skýrslunni hér neðar eða fáðu hana senda í pósti með því að smella á „Panta skýrslu.

Skýrsla um íslenskan sjávarútveg

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall