Skýrslusafn

Íslenski sjávarútvegurinn 2016

Sjávarútvegsskýrsla Íslandsbanka hefur verið gefin út reglulega frá árinu 2003. Ávallt er leitast við að gera betur ár frá ári og að þessu sinni hefur tveimur nýjum þáttum verið bætt við skýrsluna. Fyrst ber að nefna umfjöllun um alþjóðlegan sjávarútveg þar sem borin er saman fiskveiði og fiskeldi eftir heimsálfum, innan Evrópu og á meðal Norðurlanda. Einnig hefur bæst við umfjöllun um fiskveiðar fyrstu níu mánuði þessa árs ásamt spá til næstu ára.

Canada Seafood Market Report

Alþjóðlega skýrslan fjallar að þessu sinni um sjávarútveg í Kanada, þar sem við greinum m.a. helstu fiskveiðisvæði og tegundir. Kanada er talið leiðandi í stjórnun sjálfbærra veiða og fiskeldis sem hefur leitt til aukinnar verðmætasköpunar á síðastliðnum árum.

Íslenski sjávarútvegurinn 2015

Í skýrslunni er m.a. fjallað um stöðu og þróun sjávarútvegsins, rekstur sjávarútvegsfélaga og fiskeldi. 

United States Seafood Market Report

Í skýrslunni er leitast við að gefa skýra og greinagóða mynd af sjávarútvegi í Bandaríkjunum. Áhersla er lögð á helstu fiskveiðisvæði innan Bandaríkjanna, strendur Atlandshafsins, Mexíkóflóann og strendur Kyrrahafsins.

Íslenski sjávarútvegurinn 2014

Skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg fjallar meðal annars um þróun sjávarútvegarins, þýðingu hans fyrir efnahag landsins og rekstrarárangur fyrirtækja í greininni. Einnig fer skýrslan yfir þróun fiskeldisframleiðslu á Íslandi sem og snertir á þeirri gríðarlegu nýsköpun sem er í íslenskum sjávarútvegi

North America Seafood Market Report

Í skýrslunni er fjallað um sjávarútveg í Norður-Ameríku í máli og myndum. Sjávarútvegur í Bandaríkjunum og Kanada er skoðaður með það fyrir augum að gefa greinagóða mynd á framvindu, helstu áhrifaþætti og viðskipti þessara mikilvægu sjávarútvegsmarkaða.

Íslenski sjávarútvegurinn - september 2013

Skýrslan fjallar um íslenska sjávarútveginn. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að rekstur sjávarútvegsfélaga á Íslandi er heilt yfir góður og ytri skilyrði hagkvæm þó svo að afkoman sé misgóð milli fyrirtækja.

North Atlantic Seafood Market Report

The report provides an analytical overview of six major seafood nations (Iceland, Norway, Faroe Islands, Greenland, Canada and US) in the North Atlantic covering total catch, export, main species and aquaculture.

Álit Íslandsbanka á frumvarpi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um stjórn fiskveiða – Febrúar 2013

Íslandsbanki hefur gefið út álit á þeim þáttum frumvarpsins sem að mati bankans hafa mest áhrif á fjárhagslega afkomu sjávarútsvegsfyrirtækja.

Íslenski sjávarútvegurinn - Október 2012

Skýrslan fjallar um íslenska sjávarútveginn. Í skýrslunni er farið yfir helstu framboðs- og eftirspurnar þætti greinarinnar, það er einnig fjallað um þróun íslensks sjávarútvegs, þýðingu hans fyrir efnahag landsins og rekstrarárangur fyrirtækja í greininni.

Álit Íslandsbanka á frumvörpum til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjald - Apríl 2012

Íslandsbanki gefur út álit á frumvörpum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða annars vegar og á veiðigjaldi hins vegar. Í álitinu kemur fram að breytingarnar munu hafa veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf.

Þýðing sjávarklasans í íslensku efnahagslífi

Skýrslan fjallar um hinn íslenska sjávarklasa og hversu mikil áhrif hann hefur á íslenskt efnahagslíf ef tekið er tillit til beins og óbeins framlag hans. Samtals nemur þetta framlag um 26% af vergri landsframleiðslu og skapar allt að 20% af störfum í landinu. Skýrslan fjallar einnig um sjálfstæðan útflutning fyrirtækja tengd sjávarklasanum en hann hefur aukist statt og stöðugt undanfarin ár.

Íslenskur sjávarútvegur - September 2011

Skýrslan fjallar um íslenska sjávarútveginn þar á meðal helstu hagstæðir, þýðingu sjávarútvegs fyrir efnahag landsins og rekstrarárangur fyrirtækja í greininni.

Áframhaldandi velgengni í sjávarútvegi

Í greiningu sjávarútvegsteymis Íslandsbanka kemur fram að útflutningsverðmæti sjávarafurða muni hækka um 16 milljarða króna á þessu ári frá því síðasta og um fjóra milljarða króna til viðbótar á árinu 2012.

Frumvörp til laga um stjórn fiskveiða - skref í ranga átt - Júní 2011

Íslandsbanki gefur út álit á frumvörpum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stjórnkerfi fiskveiða. Í álitinu er farið yfir helstu breytingar sem í frumvörpunum felast og áhrifum þeirra að mati bankans.

Íslenski sjávarútvegurinn - Júní 2010

Í skýrslunni er fjallað um íslenska sjávarútveginn, stefnu stjórnvalda og framtíðarhorfur í geiranum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall