Skýrsla um íslensk sveitarfélög

Íslandsbanki gefur út í þriðja sinn skýrslu með greiningu á málefnum og fjármálum sveitarfélaga. Leitast er við að gefa innsýn í rekstur sveitarfélaga en mörg þeirra hafa þurft að ráðast í víðtækar aðhaldsaðgerðir og hagræðingu í rekstri á síðustu árum.

Skýrslan er unnin af Greiningu og sveitarfélagateymi Íslandsbanka og er stuðst við ársreikninga frá árinu 2014 hjá 61 sveitarfélögum sem spanna um 99% íbúa landsins.

Það er okkar von að þetta rit verði aðgengilegt og einfalt yfirlit yfir rekstur sveitarfélaga á Íslandi.

Viðtal um skýrsluna

Rósa Júlía Steinþórsdóttir er viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði.

Í myndbandinu fer hún yfir helstu niðurstöður skýrslunnar.

Áhugaverðar staðreyndir úr skýrslunni

Helstu niðurstöður:

  • Rekstrarhagnaður sveitarfélaga (A- og B-hluta) dróst saman um 19% á milli áranna 2013 og 2014 og fór úr 67 milljörðum í 54 milljarða.
  • Samdrátturinn skýrist einna helst af samdrætti í rekstrarhagnaði A-hluta sem dróst saman um tæplega 12 milljarða eða um 44% á meðan rekstrarhagnaður B-hluta dróst saman um rúman einn milljarð eða um 3%.
  • Samdráttur í rekstrarhagnaði A-hluta Reykjavíkurborgar nam um 6,5 milljörðum og skýrir því rúmlega helming samdráttar í rekstrarhagnaði A-hluta allra sveitarfélaganna.
  • Hlutfall skulda sveitarfélaga á móti eignum þeirra hefur dregist talsvert saman frá því að það náði hámarki í 73% á árinu 2009 og stóð hlutfallið í um 61% fyrir árið 2014. Ágætlega hefur því tekist að draga úr skuldsetningu sveitarfélaganna.
  • Undanfarin tvö ár hefur orðið hlutfallsleg fólksfjölgun á öllum landssvæðum nema tveimur, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. 
  • Á árinu 2014 stendur rekstur um 88% sveitarfélaga (A- og B-hluti) undir skuldum og skuldbindingum þeirra. Á árinu 2013 stóð þetta hlutfall í 97%
  • Á árinu 2014 stendur rekstur um 77% sveitarfélaga (A- hluti) undir skuldum og skuldbindingum þeirra. Á árinu 2013 stóð þetta hlutfall í 88% 
  • Samdráttur í veltufé frá rekstri veldur því að hæfni sveitarfélaga til að standa undir skuldum og skuldbindingum er lakari fyrir árið 2014 en fyrir árið 2013. 
  • Framlag Jöfnunarsjóðs sem hlutfall af heildartekjum sveitarfélaganna hefur síðastliðinn áratug aukist úr 6,7% í 9,5%. 
  • Íbúar á Norðurlandi vestra fá mest í sinn hlut, þegar framlag Jöfnunarsjóðs á hvern íbúa eftir landshlutum er skoðaður, eða um 292 þúsund á mann. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu fá minnst eða um 62 þúsund á mann.

Langar þig að vita meira? Náðu þér í eintak af skýrslunni hér neðar eða fáðu hana senda í pósti með því að smella á "Panta skýrslu".

Skýrsla um íslensk sveitarfélög

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall